fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Innköllun á leikföngum vegna krabbameinsvaldandi efna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tilkynnt um allsherjar innköllun á leikföngum frá RUBBABU þar sem við prófun á vörunum kom í ljós að þau innihalda efni sem geta verið krabbameinsvaldandi. Tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

Innköllun á leikföngum frá RUBBABU.

Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum sem eru úr mjúku gúmmíi með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games og flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið, en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga.

Í hverju felst hættan?

Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA) sem geta verið krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Hægt er að sjá nánar um tilkynninguna á vefsíðu EU – Safety Gate.

Hvað á viðskiptavinur að gera?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptavinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á margtogmikid@margtogmikid.is eða í
síma 565-4444.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú