fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Fyrrverandi gítarleikari Ozzy Osbourne skotinn þrisvar á göngu með hundinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. október 2024 19:30

Ozzy og Jake E. Lee árið 1986. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake E. Lee, fyrrverandi gítarleikari hljómsveitar Ozzy Osbourne, var skotinn þrisvar sinnum þegar hann var úti að ganga með hundinn. Búist er við því að Lee nái fullum bata.

Gítarleikarinn Jake E. Lee, sem er 67 ára gamall, er þekktastur fyrir að hafa leikið með Ozzy Osbourne árin 1982 til 1987. Hann hefur einnig leikið á gítar með hljómsveitum á borð við Enuff Z´Nuff og Badlands en einnig sem sóló tónlistarmaður.

Framhjá mikilvægustu líffærunum

Lee var á gangi í heimaborg sinni Las Vegas um klukkan 2:40 aðfaranótt þriðjudags, 15. október, þegar hann varð fyrir árásinni. Fékk hann í sig þrjú skot, eitt í bringuna, eitt í handlegginn og eitt í fótinn.

Lee slapp merkilega vel og er með meðvitund. Mynd/Getty

Betur fór en á horfðist og kúlurnar fóru fram hjá öllum mikilvægustu líffærunum. Var Lee fluttur á spítala með fullri meðvitund. Að sögn bandarískra miðla er búist við því að hann nái fullum bata.

Handahófskennd árás

Lögreglurannsókn stendur yfir en enginn hefur verið handtekinn á þessari stundu. Talið er að skotárásin hafi verið algjörlega handahófskennd.

„Lögregla rannsakar nú atvikið og engar frekari upplýsingar verða veittar á þessari stundu. Lee og fjölskylda hans kunna að meta það að einkalíf þeirra sé virt á þessum tímapunkti,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.

Ozzy í losti

Ozzy Osbourne hefur lýst því yfir að hann sé í losti vegna fréttanna af árásinni á Lee.

„Ég hef ekki séð Jake E. Lee í 37 ár en ég er samt í losti yfir að hafa heyrt hvað kom fyrir hann í dag,“ sagði Ozzy í gær. „Þetta er enn ein fáránlega byssuárásin. Ég sendi hlýjar hugsanir til hans og fallegu dóttur hans Jade. Ég vona að það verði allt í lagi með hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi