fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Fréttir

Saklaus fyrirspurn um bílastæði í miðborginni vakti upp deilur – „Þú velur þér að búa í miðbænum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirspurn ungrar konu um bílastæði í miðborginni sem hægt væri að leggja í vakti nokkrar deilur í íbúahópi miðborgarinnar um helgina. Nokkrir komu með uppástungur, meðan öðrum fannst konan sýna frekju í garð íbúa miðborgarinnar.

„Er nokkuð einhver með bílastæði sem má leggja í á kvöldin (frá ca 18 til 23/00 ca) í næsta nágrenni við Ingólfstorg? Var að byrja í nýrri vinnu og finnst svo dýrt að leggja í stæði borgarinnar en er ekki komin með þrekið í að geta gengið frá MR/Þjóðarbókhlöðunni á kvöldin eftir vinnu (er á fótunum alla vaktina),“ spurði konan.

Fyrsta svarið kom frá karlmanni sem benti konunni á að strætó gengi á þessum tíma ef hún tímdi ekki að leggja bílnum. Konan svaraði honum með að það er dýrara fyrir hana að taka strætó en að leggja bílnum. Þar sem hún leggði í P2 og væri að borga bara til klukkan 21, kæmi það svipað út og mánaðarkort í strætó en „strætó er auðvitað mun óhentugri ferðamáti á móti.“

Samkvæmt vefsíðu Klapp kostar 30 daga kort fyrir fullorðna 10.800 kr. Konan segist síðar í athugasemdum vera öryrki og þá kostar 30 daga kort 3.240 kr. 

leggja í P2 kostar 220 kr. á klukkustund og þarf konan að greiða minnst þrjár klukkustundir hvert sinn eða 660 kr. Vinni hún 16 kvöld í mánuði kostar það hana 10.560 kr.

Annar karlmaður bendir á áskrift í bílastæðahús og segist konan vita af þeim möruleika en það kosti einnig töluvert. Kona bendir henni á að sjálf sé hún að greiða 11.000 kr. Á mánuði og „hægt er að skrá þrjú bílnúmer á aðganginn (einn bíll í einu getur verið í bílastæðahúsinu) þannig þrír starfsmenn gætu deilt einum svona aðgangi ef fólk vinnur ekki á sömu vöktum).“

Mánaðargjald í bílastæðahúsin er frá 9.500 -18.200 kr. 

„Skrítið hvað kostnaðurinn við að bíllinn standi í almannarými stóran hluta sólarhringsins er óyfirstíganlegur í stóra dæminu að eiga bíl,“ segir ein kona. Svarar unga konan henni til: „Já takk fyrir þessa athugasemd, rosalega hjálpleg. Ég vinn hlutastarf og er á örorku á móti þannig að ég veð nú ekkert í peningunum og munar alveg um 10 þúsund kallana á mánuði, sérstaklega þegar ég er einmitt að reka bíl líka.“

„Bak við Hjálpræðisherinn eru stæði sem eru opin á kvöldin og til morguns daginn eftir? Hefur ekki verið rukkað. Svo eru bílastæðakortin til fyrir íbúa.“

Karlmaður bendir á Hopp deilibílana. „Hopp Deili bilar, finnur Hopp bil utan greiðsku svæðis keyri að honum, skiptir um bil og gerir svo það sama i lok vaktar. Matt leggja hopp bil hvar sem er gjaldfrjalst innan svæðis.“

Samkvæmt vefsíðu Hopp kostar mínútan frá 50 kr. 

Eru bílastæði miðborgarinnar fyrir íbúa eða aðra?

Það var hins vegar neðangreint var frá konu sem vakti deilur meðal íbía í athugasemdum og konunnar sem átti upphafsinnleggið:

„Ég hef verið að leggja í gjaldfrjálsu stæðin á Bárugötu og Ránargötu, sjá kort, þegar ég vinn í námunda við Ingólfstorg.. Veit ekki hvort það sé of langt fyrir þig, en alla vega töluvert styttra en á Þjóðarbókhlöðuna. Þetta er fljót gengið. Fer auðvitað eftir tíma dags hvort sé auðvelt að finna laus stæði, það kemur fyrir að ég þurfi að láta mig hafa það að borga í stæði.“

„Það er verið að leggja hér til að leggja í „frí” stæði við íbúagötur. Finnst það alveg smá pirrandi,“ sagði ein kona.

„Ég er sammála. Hún er að erindast niður í bæ til að vinna. Semsagt til að búa til peninga. Bílastæðakostnaður eru hluti af því að búa þessa peninga til. Við þurfum jú langflest að standa kostnað af því að koma okkur til og frá vinnu. Það er hluti af pakkanum. Svo ef það er of langt að ganga þessar tíu mínútur frá HÍ þá eru bílastæðagjöld verðið sem er greitt fyrir þann lúxus að þurfa ekki að labba.

Svo það að lauma sér í þessi fáu bílastæði sem standa íbúum til boða, rétt fyrir klukkan sex þegar fólk fer að koma heim úr vinnu, oft með matvörumarkaði og leikskólabörn í fanginu….. Tjáh mér finnst það hallærisleg tillaga hjá þeim sem eru að leggja það til. Ég giska á að þau búi ekki sjálf við þessar götur.“

Unga konan svaraði þessari athugasemd með orðunum; „Það er aldeilis, ég gæti nú alveg eins sagt að það sé hluti af pakkanum að búa niðri í miðbæ að fá ekki alltaf stæði fyrir utan heima hjá sér og þurfa sjálfur að borga í stæði, hvað með fólkið sem býr neðar á Öldugötu og þeim götum? Það fólk þarf að borga fyrir stæðin beint fyrir utan hjá sér.

Ég er að standa kostnað af því að koma mér til og frá vinnu rétt eins og allir aðrir en það eru ekki allir sem þurfa svo líka að borga fyrir bílastæði. Þetta snýst svo ekki um lúxus, ég er öryrki á móti og er að reyna að vinna hlutastarf og það er bara ekkert auðvelt fyrir mig að labba 10 mín eftir vakt í skítakulda. Þakka ráðin og athugasemdirnar, þær voru minna en hjálplegar.“

Var ungu konunni bent á að þeir sem eiga lögheimili við þessar götur eigi margir rétt á íbúakorti. „Og ég held þér sé ekkert sérstaklega stætt á því að móðgast þótt miðbæjarbúum finnist ekki sniðugt hugmynd að þessi fáu íbúagötustæði séu misnotuð. Þarna býr líka fólk sem eru öryrkjar eins og þú.“

Unga konan svaraði að þyrfti að greiða fyrir íbúakort og það er svo, 1.400 krónur á mánuði fyrir bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og 2.800 krónur á mánuði fyrir aðrar bifreiðar.

Konan svaraði henni til að það væri  „kannski ekki sterkasti leikurinn að viðra svona hugmyndir í hagsmunagrúppu fyrir íbúa á svæðinu. … En endilega reyndu að finna lausn á þessu í staðinn fyrir að eyða tíma í að vera svona viðkvæm fyrir því að meðlimir þessarar grúppu eru flest langþreytt á því að þurfa að bítast um þessi fáu bílastæði sem er úr að spila í þessum íbúagötum.“

Unga konan benti á að þeir sem búi í miðbænum viti einfaldlega að þar sé lítið af stæðum: „Þú velur þér að búa í miðbænum og veist að þar er lítið af stæðum alveg eins og ég þarf að sætta mig við það að labba lengra eða borga í stæði því ég vel að vinna þar, já eða athuga hvort einhver sé með stæði sem ég þá leggja í en ef ég er ekki svo heppin þá þarf ég að sætta mig við að leggja lengra frá eða borga, rétt eins og íbúar á svæðinu.“

Konan sem benti á fríu íbúastæðin leggur aftur orð í belg:

„Já þetta er alveg hárrétt hjá ykkur og ég bý við nákvæmlega þetta sama vandamál, ég bý niðri í hringiðunni miðbæ þar sem er enn erfiðara að fá stæði en á þessu svæði og hringsóla endalaust í leit að stæðum við mitt eigið heimili og borga helling í bílastæðagjöld af því að það eru ekki laus stæði á mínu mjög svo takmarkaða svæði. Ég hugsaði ekki nógu langt þegar ég ráðlagði þetta, ég er að leggja í þessi stæði á morgnana / dagtíma endrum og sinnum þegar ég þarf að vera á bíl. Og eins og ég segi, þá þarf ég mjög oft að borga líka. Þetta er risastórt vandamál fyrir okkur íbúa í 101 og ég bið þig að hafa þetta í huga líka og að það er ekki sanngjarnt að tala um að „velja að búa niðri í bæ og sætta sig við þetta“ þegar bílastæðavandamálið er búið að stóraukast undanfarin ár og hægara sagt en gert að rífa sig bara upp og flytja í annað hverfi því það er erfitt að fá bílastæði heima hjá sér. Leyfi þessu samt að vera hérna samt því þetta er mikilvæg umræða og ég bið þig í alvöru að hugsa út í þetta og taka tillit. Tek þetta kannski út síðar, vil ekki vera hluti af eða auka á vandamálð.“

Unga konan gafst þó ekki upp:

„Þetta hefur verið vandamál í amk 20 ár og fólk hefur líka þurft að lifa við það að deila stæðum með þeim sem vinna á svæðinu þannig ég leyfi mér bara víst að segja að fólk velji sér að búa í miðbænum og viti þetta enda ekki nýtt vandamál, ég hef þurft að finna mér stæði í lengri tíma af og á hér síðan ég fékk bílpróf og ákvað sjálf ekki að kaupa mér fasteign hér þegar ég fór í fasteignakaup fyrir 12 árum því þetta er og hefur verið vitað löngu fyrir það.“

Markviss fækkun bílastæða í miðborginni

Samkvæmt upplýsingum DV eru um 10 þúsund bílastæði í Reykjavík og hefur borgarstjórn sett sér markmið um að fækka þeim um 2% árlega. Svo virðist sem sú fækkun eigi sér aðallega stað í miðborginni. Einnig má benda á að fjöldi bílastæða sem áður voru ýmist gjaldfrjáls eða með gjaldi hafa verið tekin undir svokölluð hvílustæði, og/eða voru í götum sem eru orðnar göngugötur. Íbúar utan miðborgarinnar í víðri skilgreiningu þurfa ekki að greiða fyrir bílastæði við vinnu eða heimili sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju