fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Össur segir alveg kýrskýrt hverjar skyldur Höllu séu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2024 16:17

Ljósmynd: DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur vakið athygli fyrir greiningar sínar á stjórnmálaástandinu sem nú ríkir. Í þessum rituðu orðum funda Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um beiðni þess síðarnefnda um þingrof og og lausnarbeiðni hans fyrir ríkisstjórn sína. Össur segir það alveg skýrt hverjar stjórnskipulegar skyldur Höllu sé. Össur segir að vilji meirihluta Alþingis annars konar stjórn fram að kosningum en starfsstjórn undir forystu Bjarna eigi Halla að virða það:

„Bjarni Benediktsson mætir klukkan 16 hjá forseta og afhendir lausnarbeiðni sína. Þar með er ríkisstjórn hans endanlega fallin.

Í ljósi orða Svandísar Svavarsdóttur í Silfri/Kastljósi í gær fer því fjarri að sjálfgefið sé að Halla forseti biðji hann umsvifalaust um að veita forystu starfsstjórn sem í sitji núv. stjórnarflokkar.

Í þessu sambandi skiptir öllu máli að í gærkvöldi sagði Svandís tvennt alveg skýrt: Hún hefur að baki sér samþykkt þingflokks VG um að flokkurinn sitji ekki í ríkisstjórn undir forystu Bjarna. Lái þeim hver sem vill.

Ekki skipti minna máli, að hún sagði líka kýrskýrt að skoða þyrfti aðra kosti, nánast sagði hreint út að þegar hefðu átt sér stað samtöl milli einhverra flokka um annars konar stjórn og kallaði eftir tíma fyrir að slíkum samtölum mætti ljúka.

Jafnframt sló hún föstu að VG gæti vel hugsað sér minnihlutastjórn eða bráðabirgðastjórn t.d. undir forystu Sigurðar Inga, formanns Framsóknar.“

Það sem Halla eigi að gera

Össur segir að í ljósi þessara orða Svandísar sé alveg skýrt hvað forsetanum beri að gera:

„Við þessar aðstæður er það stjórnskipuleg skylda forseta að ræða við alla formenn áður en hún tekur ákvörðun um framhaldið. Áður en þau samtöl hafa átt sér stað hefur forseti engar forsendur til að óska eftir því að við taki starfsstjórn undir forystu Bjarna. Ef meirihluti á þingi vill annað gildir það.

Eini möguleikinn fyrir forseta til að tilkynna starfstjórn Bjarna Benediktssonar að lokinni afsögn hans er að Bjarni geti fullvissað forsetann þegar hann kemur á fund hennar að ráðherrar VG séu á þeirri stundu reiðubúnir til að sitja í slíkri starfsstjórn, eða m.ö.o. að ekkert se að marka yfirlýsingar formanns VG.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
Fréttir
Í gær

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín