fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. október 2024 17:30

Mikið gengur á í Grafarvogi þessi misserin. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiði hefur blossað upp í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð hverfisins setti sig ekki upp á móti fyrirhugaðri þéttingu sem meirihluti borgarstjórnar hefur boðað. Hafa sumir kallað eftir því að formaðurinn, Framsóknarkonan Fanný Gunnarsdóttir, víki.

Í dag var birt í skipulagsgátt Reykjavíkurborgar umsögn íbúaráðs Grafarvogs vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar íbúðaruppbyggingu í grónum hverfum. Reykjavíkurborg stefnir að því að reisa um 500 nýjar íbúðir í hverfinu í átaksverkefni sem ekki eru allir íbúar sáttir við. Meðal annars hafa verið gerðir undirskriftalistar gegn byggingu einstakra fjölbýlishúsa.

Telja margir íbúar að þéttingin muni auka álag á innviði svo sem skóla og einnig auka mengun og umferð í hverfinu. Óhætt er að segja að þéttingin sé mjög umdeild í hverfinu.

Setja sig ekki upp á móti aðalskipulagsbreytingu

Í umsögninni kemur fram að íbúaráð hafi rætt málið á fundi þann 7. október og var formanni falið að skila umsögninni. Í henni segir:

„Íbúaráð setur sig ekki upp á móti boðuðum breytingum á aðalskipulagi sb. textinn hér að ofan en íbúaráð vill árétta að öll uppbygging á þessum reitum verði í fullu samræmi við það sem kynnt hefur verið – þ.e. húsnæði sem fellur að byggðinni í Grafarvogi. Fyrst og fremst verði um að ræða litla eða fremur litla byggingarreiti þar sem sérbýli, raðhús og lítil fjölbýli verði byggð, í anda þess sem fyrir er á viðkomandi svæði.“

Nefnt er þó að íbúar í götunni Sóleyjarrimi hafi áhyggjur af fyrirhuguðu byggingamagni og að ekki fylgi eitt bílastæði hverri íbúð. Einnig hafi íbúar áhyggjur af því að byggingaraðilum verði gefið leyfi til að bæta við hæðum ofan á auglýstar hugmyndir.

„Að lokum – hluti íbúa Grafarvogs hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Mörgum íbúum finnst ferlið fara of hratt af stað og vilja fá betra ráðrúm til að kynna sér þessi áform. Við skiljum því vel óskir margra íbúa þess efnist að umsagnarfresturinn verði framlengdur, slíkur frestur yrði vel þeginn af mörgum,“ segir í umsögninni.

Sagt vera gerviráð

Hafa margir íbúar í Grafarvogi lýst sig vonsvikna með þessa umsögn íbúaráðs. Það er að ráðið hafi ekki sett sig upp á móti boðuðum breytingum. Einnig setja margir spurningarmerki við hvernig valið sé í ráðið.

Í ráðinu sitja Fanný Gunnarsdóttir formaður valin af Framsóknarflokki, Ingimar Þór Friðriksson valinn af Pírötum, Kjartan Magnússon valinn af Sjálfstæðisflokki, Árni Guðmundsson fulltrúi íbúasamtaka, Erla Bára Ragnarsdóttir fulltrúi foreldrasamtaka og Tómas Örn Guðlaugsson slembivalinn fulltrúi.

Sjá einnig:

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“

„Þetta er þá ekki íbúaráð Grafarvogs. Þetta er íbúaráð meirihlutans fyrir Grafarvog. Þetta ráð talar ekki fyrir mína hönd,“ segir karl sem býr í hverfinu á samfélagsmiðlum. „Þetta er ótrúlegt! Þetta fólk er ekki að tala fyrir mig!“ segir kona.

Bent er á að íbúaráð hafi verið kosið af borgarstjórn árið 2022 og segja sumir þetta vera gerviráð.

„Hvaða andskotans skrípaleikur er í gangi. Mér finnst það lágmark að þeir sem sitji í íbúaráði Grafarvogs séu allavega kosnir af okkur Grafarvogsbúum. Og hvað? Er þá öll þessi vinna okkar Grafarvogsbúa til einskis?“ spyr kona.

Einnig er kallað eftir því að Fanný segi af sér.

„Núverandi Íbúaráð Grafarvogs er ekki með íbúum Grafarvogs í liði, Íbúaráðið var valið af borgarstjórninni, fólki sem býr ekki í Grafarvogi, og Framsóknarflokkurinn setti inn Fanný Gunnarsdóttir meðlim Framsóknarflokksins sem formann. Ég tel það réttmætast að hún Fanný myndi segja af sér og leyfa Grafarvogsbúum að kjósa sitt íbúaráð sem myndi virkilega sinna þeirra þörfum og vilja, núverandi íbúaráð er ekki búið að vera gera það,“ segir einn maður.

Fanný svarar

Fanný sjálf bregst við á samfélagsmiðlum og svarar gagnrýninni. Segir hún umsögnina meðal annars byggjast á umfjöllun á fundi ráðsins þann 2. september. Einnig athugasemdum íbúa, svo sem á fésbókarsíðum og samtölum við fólk á kynningarfundi 26. september.

„Einnig viðbrögð við óskum íbúasamtakana um lengri skilafrest. Allir ráðsmenn fengu drög að þessari umsögn og voru ítrekað hvattir til að bregðast við sem og þeir gerðu. Endanlega umsögnin er afrakstur þess,“ segir Fanný.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“