fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Margrét um kosningarnar eftir svartan fössara – „Bjarni hefur sennilega aldrei haft ástæðu til að nýta tilboðsdaga á borð við þessa“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. október 2024 19:00

Margrét segir Bjarna skorta veruleikatengingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Tryggvadóttir, barnabókahöfundur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, bendir á athyglisverða staðreynd varðandi alþingiskosningarnar sem boðaðar hafa verið með stuttum fyrirvara. Þær koma daginn eftir svokallaðan Svartan fössara og auglýsingapláss verður af skornum skammti.

„Bjarni Ben leggur til að kosið verði 30. nóv. Það er dagurinn eftir stórverslunardaginn „Svartan föstudag“ og allt auglýsingapláss í fjölmiðlum löngu uppselt svo ekki verður auðvelt fyrir flokkana að kynna sig þar,“ segir Margrét í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur síðan ákveðið að þetta verði einmitt dagsetning kosninganna. En afar sjaldgæft er að kosið sé svo seint á árinu á Íslandi. Árið 1979 fóru þær þó fram 2. og 3. desember en það var við mjög sérstakar aðstæður.

Pláss af skornum skammti

Í frétt mbl.is í gær var bent á að auglýsingapláss væri svo til allt uppselt nú þegar í kringum þennan árstíma. Bæði vegna hins svarta fössara og stafræns mánudags, sem fylgir í kjölfarið. Í raun spannar afsláttartímabilið nokkra daga. Fer stærstur hluti jólaverslunarinnar fram á þessum dögum.

Að mati framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Ennemm yrði sennilega auðveldast að finna auglýsingapláss í sjónvarpi. Erfiðara yrði að finna auglýsingapláss á vefmiðlum, samfélagsmiðlum og útiskiltum sem væru seld í pökkum.

Bjarni sé aftengdur veruleikanum

Í færslu sinni skýtur Margrét föstum skotum á Bjarna, sem vildi kjósa þennan dag, 30. nóvember á meðan til dæmis Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, hafði viðrað vilja sinn til að kjósa viku fyrr, það er 23. nóvember.

„Bjarni hefur sennilega aldrei haft ástæðu til að nýta tilboðsdaga á borð við þessa til að klæða börnin sín eða kaupa jólagjafir og spara nokkrar krónur,“ segir Margrét. „Enn síður getur hann sett sig í spor fólks sem þarf að leita til hjálparstofnana eftir nauðsynjum. Sennilega er Bjarni bara alls ekki í neinum tengslum við stóran hluta þjóðarinnar. Eða veruleikann yfirleitt.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
Fréttir
Í gær

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín