fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan segir auðvelt fyrir eftirlýsta menn að leynast á Íslandi

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 15. október 2024 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Landsrétti var kveðinn upp fyrr í dag gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni sem til stendur að framselja til Slóvakíu vegna dóms sem hann hlaut þar í landi. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en í þeim úrskurði vekur sérstaka athygli að í röksemdafærslu embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, fyrir nauðsyn þess að úrskurða manninn í gæsluvarðhald, er sérstaklega tekið fram að auðvelt sé fyrir eftirlýsta menn að leynast á Íslandi.

Mál mannsins er ekki reifað ítarlega í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, en þess í stað vísað í fyrri úrskurð í málinu en Landsréttur staðfesti 10. október síðastliðinn fyrri úrskurð Héraðsdóms um að fallist yrði á að framselja manninn til Slóvakíu.

Í báðum úrskurðum kemur fram að fyrir liggi beiðni frá yfirvöldum í Slóvakíu um að fá manninn framseldan á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út í ágúst 2020. Maðurinn hlaut 13 mánaða fangelsisdóm þar í landi árið 2018.

Maðurinn var handtekinn hér á landi í ágúst síðastliðnum. Hann mótmælti framsalskröfunni og sagðist hafa talið að refsingin sem hann hlaut í Slóvakíu væri fyrnd. Tjáði maðurinn lögreglunni að hann væri einstæðingur og atvinnulaus en hann hefði upphaflega flutt til Íslands til að bæta líf sitt. Í september síðastliðnum féllst ríkissaksóknari á að maðurinn yrði framseldur til Slóvakíu.

Hafi ekki verið að fela sig

Í andmælum sínum við framsalsbeiðninni fullyrti maðurinn að hann hefði ekki verið í felum hér á landi og hefði verið með sama heimilisfang síðan 2020. Hann fullyrti að hann hefði ekkert frétt neitt af dómsmálinu í Slóvakíu og ekki fengið að vita hvenær hann ætti að hefja afplánun. Það væri ómannúðlegt að flytja hann til Slóvakíu þar sem hann ætti við heilsubrest að stríða og hefði átt erfitt líf. Maðurinn vísaði einnig til fyrri atvinnuþátttöku sinnar á Íslandi en hann er eins og áður kom fram atvinnulaus um þessar mundir.

Héraðsdómur Reykjavíkur og í kjölfarið Landsréttur féllust á framsal mannsins. Daginn eftir að Landsréttur staðfesti framsalið, 11. október síðastliðinn, var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraðsdómi og Landsréttur staðfesti þann úrskurð fyrr í dag.

Flótti

Það var embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram á gæsluvarðhaldið. Í röksemdafærslu embættisins fyrir héraðsdómi segir meðal annars að maðurinn sé slóvakískur ríkisborgari, hafi engin fjölskyldutengsl hér á landi og sé atvinnulaus. Þá liggi fyrir að hann hafi frá upphafi mótmælt framsalinu. Þar af leiðandi sé veruleg hætta á að hann flýi sem hafi oft gerst í sambærilegum málum og auðvelt sé fyrir eftirlýsta menn að fela sig hér á landi:

„Þannig telur lögregla verulega flóttahættu vera fyrir hendi. Þetta mat lögreglu styðst m.a. við reynslu hennar í öðrum sambærilegum málum, enda auðvelt fyrir eftirlýstan mann að leynast hér á landi og koma sér þannig undan afhendingu, en þess eru ítrekuð dæmi í sambærilegum málum. Þar að auki er talin mikil hætta á því að hinn eftirlýsti reyni að komast úr landi í sama tilgangi þar sem lítil sem engin landamæragæsla er á innri landmærum Schengen-svæðisins, enda beinlínis markmið Schengen-samstarfsins að afnema persónubundið eftirlit á innri landamærum, segir í rökssemdafærslu embættisins.“

Ekki var gerð nánari hrein fyrir því í röksemdafærslunni hversu auðvelt það sé fyrir eftirlýsta menn að leynast á Íslandi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til 20. október næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni