fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Jón Viðar ánægður að Samfylkingin hafi þorað: „Við höfum fulla ástæðu til að vera stolt af þjóðerni okkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2024 08:49

Jón Viðar Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær eru ekki allir á eitt sáttir um nýtt slagorð Samfylkingarinnar. Hafa meira að segja stuðningsmenn flokksins sett við það spurningarmerki og segja gagnrýnendur að flokkurinn haldi á lofti einhvers konar þjóðernishyggju.

Slagorðið umdeilda er: „Sterk velferð, stolt þjóð.“

Nýtt slagorð Samfylkingarinnar vekur úlfúð – „Eruð þið bara alveg búin að tapa ykkur?“

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar, gerði málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Þó að vígorð stjórnmálaflokka séu nokkuð sem vart tekur því að þrátta um, fær Samfylkingin plús hjá mér fyrir að þora að skarta orðinu ÞJÓÐ.  Og að sjálfsögðu rjúka upp rétttrúnaðarseggir sem láta öllum illum látum og vilja helst gera það burtrækt úr tungunni – hvað þá orð eins og ÞJÓÐARSTOLT,“ segir Jón Viðar og bætir við:

„Af því tilefni segi ég aðeins þetta: Við höfum fulla ástæðu til að vera stolt af þjóðerni okkar, stórmerkum menningararfi (sem við ræktum þvi miður alls ekki alltaf sem skyldi), stórbrotinni sögu, glæsilegum og ótrúlega fjölbreyttum bókmenntum og síðast en ekki síst þessu einstæða tungumáli sem forfeður okkar (með dyggri hjálp nokkurra góðviljaðra og mikilhæfra útlendinga) rifu upp úr stöðnun og veiklun gagnvart erlendum málum og gerðu að tæki fullfæru um að tjá veruleika okkar i aðstæðum nútímans.  Ég amk veit ekki um jafn fámenna ÞJÓÐ sem getur státað af öðru eins – en sé hún til þá væri gaman að frétta af henni, þó ekki væri nema til að óska henni til hamingju og fullvissa um að hún geti sannarlega borið höfuðið hátt – eins og við eigum alltaf að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú