fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 08:41

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fagnaði því innilega þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að hann hefði ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Margir búast við því að Sanna verði í leiðtogahlutverki hjá Sósíalistum í komandi kosningum en sjálf hefur hún gefið það út að hún ætli í framboð.

Sanna sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún hafi ákveðið að kíkja inn á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, eftir langa fjarveru en þar hafi beðið hennar miður skemmtileg skilaboð.

„Þetta er það sem blasti við mér. Held ég hafi aldrei verið kölluð surtur áður, það er nýtt,“ sagði hún um skilaboðin sem blöstu við frá Pétri Yngva Leóssyni.

Sanna hefur þótt standa sig vel í störfum sínum sem borgarfulltrúi og til marks um það má nefna könnun Maskínu í ágúst síðastliðnum. Niðurstöður hennar voru þær að Sanna hefur staðið sig best allra borgarfulltrúa á kjörtímabilinu.

Færsla Sönnu í gærkvöldi vakti talsverða athygli en einnig reiði margra.

„Sumt fólk er hreinlega sorglegt í nöturleika sínum og hatri,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Almáttugur, mikið getur fólk verði bilað og ljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“