fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Skatturinn kyrrsetti eignir manns sem fékk tæplega 220 milljónir inn á reikninginn sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur og héraðsdómur hafa hafnað kröfu manns sem kærði kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á bankainnstæðum hans. Kyrrsetningarkrafan var gerð af hálfu skattrannsóknarstjóra sem hefur skattskil mannsins til rannsóknar.

Maðurinn er íslenskur ríkisborgari en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Í október 2022 lagði ríkisskattstjóri fyrir hann að láta í té skýringar og gögn vegna innborgana sem honum höfðu borist erlendis frá á innlenda bankareikninga á árunum 2018 og 2019, samtals 124.405.930 krónur, sem ekki hafði verið gerð grein fyrir á skattframtölum hans.

Umboðsmaður hans svaraði beiðninni í desember 2022 og kvað innborganirnar vera frá tilteknu félagi sem maðurinn ætti innstæður hjá. Í janúar 2023 óskaði ríkisskattstjóri eftir frekari upplýsingum frá manninum og fékk svör í mars 2023. Sagði þar að að ekki væri um bankainnstæðu að ræða heldur verðbréfasafn sem væri í eignastýringu hjá félaginu. Þá kom þar fram að maðurinn hefði gert grein fyrir fjármagnstekjum af verðbréfasafni sínu í skattframtölum umrædd ár. Í kjölfar þessa ákvað ríkisskattstjóri að nauðsynlegt væri að afla gagna frá bandarískum yfirvöldum, á grundvelli ákvæða tvísköttunarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, um umræddar innborganir. Svör bárust frá bandarískum skattyfirvöldum í nóvember 2023. Bentu þær upplýsingar sem þar komu fram til þess að maðurinn hefði ekki upplýst um innborganir inn á reikning sinn hjá  félaginu, sem hefðu numið rúmlega 220.000.000 kr. á árunum 2018 til og með 2021.

Þá kom einnig fram að maðurinn hefði fengið gjafir frá foreldrum sínum í Bandaríkjunum ásamt greiðslum frá mismunandi reikningum inn á reikning sinn hjá félaginu. Voru svör bandarískra skattyfirvalda því ekki í samræmi við þær upplýsingar sem maðurinn hafði gefið í svarbréfum sínum til skattsins. Var því ákveðið að senda málið til skattrannsóknarstjóra sem hóf rannsókn á skattskilum mannsins. Rannsóknin tók til tekna og skattskila vegna tekjuáranna 2018 til og með 2023.

Jafnframt þessu voru  kyrrsettar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu innstæður upp á samtals 107.654.086 kr., en skattrannsóknarstjóri hafði óskað eftir því við Skattinn að eignir sóknaraðila að fjárhæð 293.168.550 kr. yrðu kyrrsettar til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu og fésektar í málinu, á grundvelli 2. mgr. 14. gr. laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda.

Maðurinn vildi ekki una kyrrsetningunni og kærði til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumannsins. Þeim úrskurði var áfrýjað til Landsréttar sem hefur staðfest hann. Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband