fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Fréttir

Mikil ólga vegna ummæla Einars: „Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill kurr er í kennurum vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær. Vilja kennarar meina að Einar hafi með ummælum sínum sýnt kennurum landsins mikla lítilsvirðingu.

Ummælin sem Einar er gagnrýndur fyrir voru þessi:

„Að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“.

Ummælin féllu í umræðum um fyrirhuguð verkföll kennara sem boðuð hafa verið í átta grunnskólum þann 29. október næstkomandi.

Nú „hunskist“ kennarar til að fara vinna vinnuna sína

Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari í Reykjavík, skrifaði grein sem birtist á vef Vísis í morgun þar sem hún gagnrýnir orð Einars harðlega.

Kennarar vilja að Einar borgarstjóri biðjist afsökunar á orðum sínum

„Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína,“ sagði hún meðal annars í pistli sínum og hélt áfram:

„Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp!“

Mjög óánægður

Arnór Heiðar Benónýsson, grunnskólakennari í Reykjavík, gagnrýndi Einar einnig í pistli á vef Vísis.

„Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi,“ sagði Arnór og bætti við að á síðustu árum hafi bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir séu fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum oft ekki nægilegur.

„Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu,“ sagði hann og bætti við:

„Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara.“

Ólafur Kjartansson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, skrifaði einnig grein um málið á vef Akureyri.net þar sem hann gagnrýndi Einar. „Fólk sem býður sig fram til að leiða í málefnum sveitarfélaganna verðu að kynna sér hvað er að gerast í leik- og grunnskólum frá degi til dags áður en það slær fram einhverjum yfirlýsingum um það sem er fram undan í skólastarfinu og hvað þarf að gera til að börnin fái það sem til er ætlast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa