fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Fréttir

Frank Walter Sands er látinn – Stofnaði Vegamót og Reykjavík Bagel Company

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn 58 ára að aldri.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Í umfjölluninni kemur fram að Frank hafi látist á sjúkrahúsinu í Avignon í Frakklandi þann 8. október síðastliðinn af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls. Var hann staddur í fríi í Suður-Frakklandi.

Frank, sem flutti til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1991, lætur eftir sig þrjár dætur.

Hann kenndi meðal annars ensku við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og þýsku við Menntaskóla Borgarfjarðar. Þá stofnaði hann og rak veitingastaðinn Vegamót 1997 til 2000 og Reykjavík Bagel Company árið 2003 til 2005.

Hann starfaði einnig sem leiðsögumaður og skrifaði meðal annars pistla fyrir Iceland Review. Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi verið mikill tungumálamaður og talaði hann, auk ensku sem var móðurmál hans, þýsku, frönsku, íslensku, flæmsku auk þess að leggja stund á spænsku undanfarin ár. Þá lærði hann köfun, var með einkaflugmannspróf og lék á fjölmörg hljóðfæri.

Útför Franks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa