fbpx
Þriðjudagur 19.nóvember 2024
Fréttir

Endalaust basl við að klára byggingu fjölbýlishúss í Árbæ

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 16:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna byggingu fjölbýlishúss nokkurs í Árbæ. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að slík ákvörðun hefur verið tekin af nefndinni vegna þessa húss en vottorð byggingarfulltrúa Reykjavíkur um lokaúttekt á húsinu hefur ítrekað verið fellt úr gildi síðustu fimm ár.

Í þetta fjórða sinn var það húsfélagið í húsinu sem kærði ákvörðun byggingarfulltrúans. Sótt var um byggingarleyfi vegna hússins árið 2016. Byggingarfulltrúi gaf fyrst út vottorð um lokaúttekt árið 2019. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi ákvörðunina úr gildi á þeim grundvelli að skilyrði byggingarreglugerðar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða hefðu ekki verið uppfyllt.

Nýtt vottorð um lokaúttekt var gefið út af byggingarfulltrúa haustið 2020. Húsfélagið kærði þá ákvörðun til nefndarinnar sem hafnaði því vorið 2021 að ógilda ákvörðunina. Húsfélagið sneri sér þá til umboðsmanns Alþingis og eftir fyrirspurnir hans tók nefndin málið upp að nýju. Vorið 2022 var ákvörðuninni snúið við og vottorðið úr lokaúttekt fellt úr gildi af sömu ástæðu og í fyrsta skiptið en þar að auki vegna þess að loftræsting í húsinu uppfyllti ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

Byggingaraðili sótti þá um byggingarleyfi að nýju og óskaði eftir að byggingarlýsingu um loftræstingu og skilyrðum um snjóbræðslu fyrir bílastæði hreyfihamlaðra yrði breytt. Byggingarfulltrúi samþykkti þá umsókn og mánuði síðar, vorið 2023, gaf hann út vottorð um lokaúttekt í þriðja sinn. Húsfélagið kærði enn á ný til úrskurðarnefndarinnar sem felldi ákvörðunina úr gildi í desember 2023.

Sagði allt vera í lagi í fjórðu tilraun

Í upphafi þessa árs hafði því nefndin fellt vottorð byggingarfulltrúans um lokaúttekt á húsinu úr gildi alls þrisvar sinnum á fimm árum.

Vottorðið var gefið út í fjórða sinn í júlí síðastliðnum á þeim grundvelli að byggingaraðili hefði gert endurbætur vegna aðgengis fyrir hreyfihamlaða að bílageymslu hússins og á loftræstingu íbúa, sem húsfélagið hafði gert athugasemd við í fyrri kærum.

Í sinni fjórðu kæru sagði húsfélagið hins vegar að húsið uppfyllti ekki ennþá kröfur byggingarreglugerðar. Enn sé aðgengi hreyfihamlaðra að bílageymslu hússins ábótavant, það eigi einnig við um flóttaleiðir fyrir hreyfihamlaða en eigendur fjögurra íbúða í húsinu séu hreyfihamlaðir.

Húsfélagið sagði einnig byggingaraðilann ekki hafa gert úrbætur á loftræstingu í íbúðum og byggingarfulltrúinn hafi ekki krafist úrbóta sem gangi gegn fyrri niðurstöðu nefndarinnar í málinu. Vildi húsfélagið meina að byggingarfulltrúinn hefði byggt þessa nýjustu lokaúttekt á eldri lokaúttektum sem nefndin hefði fellt úr gildi og honum væri skylt að gera nýja lokaúttekt frá grunni. Það sé ekki fullnægjandi að byggja lokaúttekt á ljósmyndum eins og gert hafi verið í þetta fjórða skipti.

Allt eftir bókstafnum

Í sínum andsvörum færði Reykjavíkurborg rök fyrir því að húsið uppfyllti að öllu leyti ákvæði byggingarreglugerðar og vildi einnig meina að  vinnubrögð byggingarfulltrúans hefðu verið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

Byggingaraðili sagði eigendur íbúðanna í húsinu bera alla ábyrgð á því að lokaúttektirnar hefðu verið felldar úr gildi þrisvar sinnum. Vildi byggingaraðilinn meina að þau atriði sem áður hefðu verið gerðar athugasemdir við, aðgengismál fyrir hreyfihamlaða og loftræsting í íbúðum, væru núna í lagi og því engin ástæða til að fella lokaúttektina úr gildi í fjórða sinn.

Í athugasemdum sínum við þessi andsvör sagði húsfélagið að byggingaraðilinn og byggingarfulltrúinn bæru alla ábyrgð á því að lokaúttektin hefði verið felld úr gildi þrisvar. Ástand hússins uppfyllti ekki ennþá ákvæði byggingarreglugerðar. Húsfélagið minntist einnig sérstaklega á að skoðunarlistar Reykjavíkurborgar vegna húsbygginga séu ekki í samræmi við skoðunarlista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem brjóti í bága við byggingarreglugerð.

Ekkert breyst

Í þessum fjórða úrskurði sínum vegna þessa húss vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til síns þriðja úrskurðar í málinu. Í þriðja úrskurðinum hafi nefndin fellt lokaúttekt byggingarfulltrúa Reykjavíkur úr gildi meðal annars á þeim grundvelli að loftræsting í íbúðum hússins væri ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Fyrir lægi að þrátt fyrir þennan úrskurð hefðu engar úrbætur verið gerðar á loftræstingunni en samt sem áður hafi byggingarfulltrúinn gefið út vottorð um lokaúttekt í fjórða sinn. Leyfilegt hafi verið samkvæmt lögum um mannvirki að gefa út slíkt vottorð með athugasemdum en þetta vottorð hafi verið án athugasemda og brjóti þar með í bága við þriðja úrskurð nefndarinnar sem sé samkvæmt lögum lokaúrskurður á stjórnsýslustigi.

Áréttar nefndin að byggingarfulltrúa beri samkvæmt byggingarreglugerð að fylgja fyrirmælum hennar um framkvæmd lokaúttektar.

Þetta fjórða vottorð byggingarfulltrúans á húsinu var því fellt úr gildi, fimm árum eftir að það fyrsta var fellt úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““

Kennarar foxillir í kjölfar viðtals á Stöð 2 og saka Telmu um hagsmunaárekstur – „Í kvöld fengum við að sjá „reiðu ömmuna““
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut
Fréttir
Í gær

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike

Dusty er Íslandsmeistari í Counter Strike
Fréttir
Í gær

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“

Hneykslast á „brandara“ Sveppa um barnaníð – „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu

Ræktandi reiddist þegar tíkin Farta fitnaði mikið – Lögregla kölluð til á hundaræktarsýningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna

Mikill munur á tveimur nýjum könnunum á fylgi flokkanna