fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Fréttir

Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni.

Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, starfrækt undir merkjum Mennta-, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Stuðningur Vigdísar við mikilvægi tungumála og menningar hefur öðrum þræði einkennt ævistarf hennar, en hún er velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 fyrir rannsóknir sínar á tengslum tungumáls, menningar og hugsunar. Hvaða þættir hugsunar eru sammannlegir og hvaða þættir eru háðir menningu og tungumáli? Hver eru áhrif tungumáls á hugsun? Til að leita svara við þessum spurningum hefur hún til að mynda notað aðferðir sálfræði og málvísinda og stundað vettvangsrannsóknir í fjölbreyttum menningarheimum. Majid hefur fjallað um mikilvægi þess að varðveita og rannsaka fjölbreytileika tungumála, ekki síst til að skilja betur mannshugann. Hún hefur einnig talað fyrir inngildingu og sjónarhorni minnihlutahópa á fræðasviðinu.

Majid talar bæði ensku og Punjabi og lauk grunn- og doktorsnámi í sálfræði frá Háskólanum í Glasgow og meistaranámi frá Háskólanum í Edinborg. Hún  hefur meðal annars starfað við Max Planck Institute for Psycholinguistics og Radboud-háskólann í Hollandi, Radcliffe Insititute for Advanced Study við Harvard-háskóla og Háskólann í York, en hún varð prófessor í hugrænum vísindum við Oxford árið 2022. Hún hefur birt fjölmargar vísindagreinar og fengið umfjöllun í fjölmiðlum á borð við BBC og Time Magazine. Majid hefur fengið ýmis verðlaun, en hún var kjörin félagi í breska vísindafélaginu British Academy í júlí 2024 og hlaut nýlega verðlaun frá Cognitive Science Society sem er virt félag vísindafólks í hugrænum vísindum.

Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna

Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021) og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna hafa frá árinu 2022 setið Rósa Signý Gísladóttir, dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands, Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilefnd af Vigdísarstofnun, og Sigtryggur Magnason, íslenskufræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, tilnefndur af menningarmálaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni

Fullyrðir að Kanye West hafi viljað sænga hjá tengdamóður sinni
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa