fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Fréttir

Áhrifavaldur klifraði brú til að taka upp myndband en hrapaði til dauða – Vinur hans horfði á stjarfur

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 14. október 2024 18:30

Brúin er mjög há. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur áhrifavaldur á þrítugsaldri hrapaði til bana af brú á Spáni. Talið er að hann hafi ætlað að taka myndefni fyrir samfélagsmiðla.

Greint er frá því í spænskum og breskum miðlum að 26 ára breskur karlmaður hafi hrapað af brúnni Castilla-La Mancha í bænum Talavera de la Reina suðvestan við Madríd, höfuðborg Spánar um klukkan 7:15 á sunnudagsmorgun. Með honum á brúnni var samlandi hans, 24 ára gamall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Brúin er 192 metrar á hæð þar sem hún er hæst og 730 metrar að lengd. Turninn er strengdur með 152 vírum. Þetta er hæsta brúin á Spáni.

Eins og gefur að skilja er klifur á brúnni stranglega bannað. „Undir engum kringumstæðum má klifra upp brúnna,“ sagði Macarena Munoz, sveitarstjórnarfulltrúi þegar hann tilkynnti um andlátið. „Hann var 26 ára Englendingur sem féll þegar hann var að klifra upp brúnna, sem er eitthvað sem sveitarstjórn hefur komið á framfæri að er ekki leyfilegt eins og við höfum margítrekað.“

Stjarfur

Að sögn sveitarstjórnar höfðu Bretarnir tveir komið til Tavalera de la Reina í þeim tilgangi að klifra upp brúnna og taka upp myndefni fyrir samfélagsmiðla. Hvorugur mannanna voru með nein reipi eða ólar til að festa sig við brúnna né nokkurn annan öryggisbúnað.

Í blaðinu The Mirror segir að hinn yngri hafi verið stjarfur eftir að félagi hans hrapaði til dauða. Það var ökumaður bíls sem keyrði eftir brúnni sem hringdi á viðbragðsaðila. Hinn yngri Breti kom ekki upp orði.

Dómari hefur heimilað að lík mannsins verði flutt á útfararstofu. Hinn yngri Breti var yfirheyrður á lögreglustöð en hefur nú verið sleppt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður

Sönnu brugðið þegar hún opnaði X – Þetta hefur hún ekki verið kölluð áður
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur er búinn að fá nóg af þessum plagsið í sundi – „Það verður að taka á þessu“

Ólafur er búinn að fá nóg af þessum plagsið í sundi – „Það verður að taka á þessu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju

Hryllileg aftaka skekur gríska paradísareyju
Fréttir
Í gær

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safna undirskriftum gegn afnámi persónuafsláttar í útlöndum – „Verulega ljót aðför að öryrkjum og lífeyrisþegum hjá ríkisstjórninni“

Safna undirskriftum gegn afnámi persónuafsláttar í útlöndum – „Verulega ljót aðför að öryrkjum og lífeyrisþegum hjá ríkisstjórninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón skýtur hart á Sigmund – „Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli“

Friðjón skýtur hart á Sigmund – „Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ísbirnirnir tveir sem tilkynnt var um á Austurlandi hafi verið kynjamyndir sem villtu ferðamönnum sýn

Telja að ísbirnirnir tveir sem tilkynnt var um á Austurlandi hafi verið kynjamyndir sem villtu ferðamönnum sýn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn