fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Svandís: „Þetta kom mér á óvart“

Eyjan
Sunnudaginn 13. október 2024 16:27

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir að tíðindi dagsins um fall ríkistjórnarinnar hafi komið sér í opna skjöldu. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði Svandís í viðtali við RÚV sem leitaði eftir viðbrögðum hennar.

Sagði Svandís að formenn ríkistjórnarflokkanna hefðu mælt sér mót á fundi í gær og þar hafi ekki verið minnst á stjórnarslit né neitt komið fram á fundinum sem gaf tilefni til slíkrar ákvörðunar.

Svandís sagði að hún hefði fengið veður af ákvörðun forsætisráðherra um þremur korterum fyrir blaðamannafundinn fyrr í dag og vændi Bjarna í raun um óheilindi.

Fullyrti hún að Vinstri Græn hefðu ekki á neinum tímapunkti hótað stjórnarslitum og skaut á Sjálfstæðismenn að þróttleysi væri greinilega að finna í þeirra röðum.

Þá sagði hún að það væri umhugsunarefni fyrir Bjarna að ríkisstjórnir undir hans stjórn lifðu ekki lengi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“