fbpx
Sunnudagur 13.október 2024
Fréttir

Er faðir Bitcoin-rafmyntarinnar fundinn?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 09:00

Er Satoshi Nakamoto fundinn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein ágengasta spurning í gjörvöllu fjármálakerfi heimsins er hver sé faðir Bitcoin-rafmyntarinnar og gengur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto. Ástæðan er ekki síst sú að í rafrænum veskjum sem talin eru vera í eigu Nakamoto leynast  Bitcoin-rafmyntir fyrir allt að 69 milljarða bandaríkja dali. Það myndi gera Nakamoto að 20 ríkasta manni heims.

Það sem gerir Bitcoin-rafmyntina svo eftirsótta er sú staðreynd að aðeins eru til 21 milljón eininga en til samanburðar er Nakamoto sagður eiga um 1,1 milljón rafmynta.

Auðæfin hafa hins vegar legið óhreyfð nánast frá því að Bitcoin fór í loftið sem hefur gert það verkum að margir telja að manneskjan á bak við dulnefnið sé látin. Það myndi aö öllum líkindum þýða að rafmyntarauðæfin séu glötuð að eilífu.

En ýmsar kenningar eru samt á lofti.  Í nýrri heimildarmynd úr smiðju HBO, sem ber heitið Money Electric: The Bitcoin Mystery, er fullyrt að faðir rafmyntarinnar sé kanadíski rafmyntasérfræðingurinn Peter Todd.

Ýmsar vísbendingar eru dregnar til. Til að mynda er póstur frá spjallborði í árdaga Bitcoin-rafmyntarinnar sem Todd skrifar en virðist vera beint framhald af pósti sem Nakamoto skrifaði. Þá segir Todd á öðrum stað að hann hafi eytt stórum hluta af rafmyntinni en sú kenning er lífsseig um að Nakamoto hafi viljandi sankað að sér öllum þessum myntum og gert þau óaðgengileg, líklega til að gera Bitcoin-myntirnar enn færri og þar með eftirsóttari.

Peter Todd

Kvikmyndagerðamennirnir á bakvið heimildmyndina ganga á Todd og spyrja hann út í málið en rafmyntasérfræðingurinn hlær og neitar því staðfastlega að vera Nakamoto.

Kenningin hefur hins vegar haft talsverð áhrif á Todd því hann er í kjölfar myndarinnar sagður hafa þurft að flýja heimilið sitt því hann var orðinn skotmark glæpahópa sem höfðu augastað á meintum auðæfum hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn

Hatrammar deilur fyrrum sambýlinga sem ráku saman sauðfjárbú – Konan freistaði þess að fá skiptastjórann rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti

Diljá Mist vill auka möguleika yfirvalda á að svipta brotamenn ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu

Eva laut í lægra haldi fyrir krabbameininu eftir harða baráttu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall