fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Karen bendir á staðreynd um útlendingamálin – „Þetta er ein af helstu ástæðum aukins kostnaðar í útlendingamálum, ekki fjöldi flóttafólks“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 14:30

Karen spyr hvað sé að valda þessum usla í útlendingamálum. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi, bendir á að langstærstur hluti þeirra útlendinga sem fengið hafa mannúðarleyfi komi frá Úkraínu. Spyr hún hvort að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli.

„Á fyrstu átta mánuðum ársins 2024 hafa 853 manns frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi vegna stríðsástandsins, og 136 einstaklingar frá öðrum löndum, þar á meðal 45 frá Venesúela og 32 frá Palestínu, sem hafa fengið alþjóðlega vernd,“ segir Karen í færslu á samfélagsmiðlum sem fengið hefur talsverða athygli. „Þetta er aðeins örlítið brot af þeim 80.000 erlendu ríkisborgurum sem búa á Íslandi,“ segir hún.

Birtir hún kökumynd sem sýnir glögglega skiptinguna. Það er að 86,2 prósent komi frá Úkraínu, 4,6 prósent frá Venesúela, 3,2 prósent frá Palestínu, 2,2 prósent frá Íran, 2,1 prósent frá Afganistan og 1,6 prósent frá Nígeríu.

„Og því spyr ég, hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega í útlendingamálum sem liggur svona á?“ spyr Karen. „Ætlar flokkurinn að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli?“

Máttu ekki lengur vinna

Segir hún aðalbreytinguna vera komu Úkraínumanna og tímabundinnar viðbótarverndar sem Venesúelabúar fengu og komu því í stórum stíl.

„Rifjum samt upp að Venesúelabúar, sem fengu viðbótarvernd, voru með 86,5% atvinnuþátttöku – hærri en meðal Íslendinga – og greiddu skatta og gjöld,“ segir Karen. „Þegar stjórnvöld sviptu þá verndinni máttu þeir ekki lengur vinna og fóru á opinbera framfærslu. Þetta er ein af helstu ástæðum aukins kostnaðar í útlendingamálum, ekki fjöldi flóttafólks.“

Að lokum spyr hún hvort að Íslendingar vilji stefnu sem geti dregið úr ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Þessir geirar séu knúnir áfram af erlendu vinnuafli. „Hvernig mun það hafa áhrif á atvinnulífið og hagvöxt á Íslandi?“ spyr Karen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“