fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Friðjón skýtur hart á Sigmund – „Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 15:30

Sigmundur Davíð og Friðjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón Friðjónsson, almannatengill og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skýtur hörðum skotum á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Spyr hann hvort að „skynsemishyggjan“ sem Sigmundur hafi boðað sé í raun ekkert nema hundaflauta fyrir almenna útlendingaandúð.

Friðjón skrifaði grein á Vísi í gær og færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem hann lætur Sigmund Davíð heyra það. En Sigmundur var í viðtali hjá Vísi í vikunni þar sem meðal annars var rætt um útlendingamálin.

„Ég er ekki viss um hvort hann misskilji hugtök viljandi eða óviljandi. Innleggið var að minnsta kosti þannig að maður spyr sig hvort „skynsemishyggjan“ sé bara hundaflauta fyrir almenna útlendingaandúð,“ segir Friðjón á samfélagsmiðlum.

Útlendingar misstu nöfnin sín

Í greininni sagði Friðjón Sigmund hafa agnúast út í útlendinga á Íslandi.

„Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti,“ sagði Friðjón og vísaði til eftirfarandi ummæla Sigmundar úr viðtalinu.

„Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.“

Sagði Friðjón þessi ummæli einfaldlega röng. Ef Sigmundur hefði nennt að kanna væri það létt verk að sjá hvað orðið inngilding (inclusion) þýði. Það sé ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum heldur taka tillit til og hafa einhvern með, hvaðan sem viðkomandi kemur.

Reifar Friðjón hvernig aðlögun útlendinga var iðkuð á árum áður. Meðal annars að útlendingar hafi þurft að gefa eftir nafnið sitt til þess að verða íslenskir ríkisborgarar.

„Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson,“ sagði Friðjón. „Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni.“

Sýna fólki virðingu

Í grein sinni nefndi Friðjón að hér á Íslandi væru tugþúsundir íbúa sem ekki gætu rakið ættir sínar til Hólabiskups og tengdu ekki við „Heima með Helga“ í covid.

„Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki,“ sagði Friðjón.

Einnig að með inngildinu sýnum við fólki sem hingað vill koma, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Þegar þau tala íslensku með hreim eða tala málið ekki enn þá hjálpum við þeim. Einnig að þeim sé sýnd virðing þegar þau vilja halda í heiðri eigin menningu og trú innan marka íslenskra laga.

Grímulaus og ógeðfelld útlendingaandúð

„Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið?,“ spurði Friðjón. „Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“