fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Veitingastaður Elvars úrskurðaður gjaldþrota

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 15:40

Elvar Ingimarsson rekur veitingahúsið Ítalíu og Geitina í Garðabæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu úrskurðurinn var kveðinn upp á miðvikudaginn, 9. október. Lögmaðurinn Björn Þorri Viktorson hefur verið skipaður skiptastjóri búsins.

Gustað hefur um veitingastaðinn undanfarið

Ítalgest ehf. var rekstrarfélag veitingstaðarins Ítalíu við Frakkastíg 9bþ. Óhætt er að segja að gustað hafi um staðinn og eiganda hans, Elvar Ingimarsson, undanfarnar vikur en verkalýðsfélagið Efling, með formanninn Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, hefur sakað Elvar um launaþjófnað.

Sjá einnig: Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Boðað var til mótmæla fyrir framan staðinn þann 12. september síðastliðinn og í framhaldinu var meðal annars sendibíl lagt fyrir framan staðinn með árituðum skilaboðum um að eigandinn væri að brjóta á réttindum starfsmanna sinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri