fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Veitingastaður Elvars úrskurðaður gjaldþrota

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 15:40

Elvar Ingimarsson rekur veitingahúsið Ítalíu og Geitina í Garðabæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu úrskurðurinn var kveðinn upp á miðvikudaginn, 9. október. Lögmaðurinn Björn Þorri Viktorson hefur verið skipaður skiptastjóri búsins.

Gustað hefur um veitingastaðinn undanfarið

Ítalgest ehf. var rekstrarfélag veitingstaðarins Ítalíu við Frakkastíg 9bþ. Óhætt er að segja að gustað hafi um staðinn og eiganda hans, Elvar Ingimarsson, undanfarnar vikur en verkalýðsfélagið Efling, með formanninn Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, hefur sakað Elvar um launaþjófnað.

Sjá einnig: Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Boðað var til mótmæla fyrir framan staðinn þann 12. september síðastliðinn og í framhaldinu var meðal annars sendibíl lagt fyrir framan staðinn með árituðum skilaboðum um að eigandinn væri að brjóta á réttindum starfsmanna sinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis