fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Fjölskylda misþyrmdi manni í Reykholti og rændi af honum 17 milljónum – Barinn með hnúajárnum og látinn liggja bundinn í sturtuklefa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 15:25

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á máli er varðar hrottalegt ofbeldi fjögurra manna fjölskyldu gegn maltverskum manni er núna á lokametrunum. RÚV greinir frá.

Málið komst fyrst í fjölmiðla í maímánuði er lögreglan sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Rannsókn á alvarlegu ofbeldisbroti í uppsveitum Árnessýslu

Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið var nú síðastliðinn föstudag framlengt til 24. maí næstkomandi og er á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið kom upp í lok apríl og er sá er misgjört var við erlendur ríkisborgari sem hefur verið hér á landi í langan tíma. Allir grunaðir í málinu eru Íslendingar.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og er lögreglu því ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið.“

Árásin á sér vart hliðstæðu

Sakborningar í málinu eru tengdir fjölskylduböndum og er sá elsti á sjötugsaldri en sá yngsti undir tvítugu. Árásin er sögð vart eiga sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Reiknað er með að málið verði sent héraðssaksóknara um næstu mánaðamót en hann tekur síðan ákvörðun um hvort ákært verður.

RÚV hefur undir höndum gæsluvarðhaldsúrskurð eins sakborningsins í málinu og koma þar fram sláandi lýsingar á ofbeldinu sem fólkið er talið hafa beitt manninn. Brotaþoli er frá Möltu en sakborningar eru Íslendingar. Þau eru sögð hafa ruðst inn á heimili mannsins í Reykholti og veist að honum með margvíslegu ofbeldi og meðal annars beitt hnúajárnum. Þau hafi sparkað í hann, bundið hann á höndum og fótum og látið hann liggja á sturtugólfi þar sem köldu vatni var sprautað yfir hann. Hann hafi verið sveltur og beittur endurteknu ofbeldi til að fá hann til að gefa upp aðgangsorð að bankareikningi sínum svo fólkið kæmist yfir peninga hans.

Fjölskyldunni tókst að ræna af Maltverjanum um 17 milljónum króna en lögreglu hefur tekist að endurheimta megnið af fénu fyrir hann aftur. Maðurinn flaug síðan til Möltu þar sem hann greindi frá ofbeldinu sem hann var beittur. Í frétt RÚV segir eftirfarandi um áverka hans:

„Áverkavottorð frá sjúkrahúsi á Möltu sýnir að maðurinn var með tvíbrotinn kjálka, nefbrotinn, brotnar tennur, blæðingu í framheila og fjögur brotin rifbein. Í vottorðinu kemur jafnframt fram að hann eigi fyrir höndum langt og strangt bataferli, líkamlega og andlega.“

Sem fyrr segir er rannsókn málsins á lokametrunum og því má búast við ákæru á næstu mánuðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Í gær

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs

Kristrún liggur undir feldi vegna dólgsskrifa Þórðar Snæs
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“