fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 13:30

Ráðhús Akureyrarbæjar mynd/Akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Akureyrarbæjar um að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið í kjölfar útboðs á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis í bænum hafi verið ólögmæt. Fólst það í því að bærinn samdi við fyrirtækið með fyrirvara um að það stæðist útboðsskilmála meðal annars um tilskilin starfsleyfi og fjárhagslega getu. Segir nefndin að hæfi þeirra sem bjóða í verk verði að liggja fyrir áður en gengið sé til samninga.

Það var fyrirtækið Terra sem kærði ákvörðunina en það hafði einnig boðið í verkið. Tilboð Íslenska gámafélagsins var 20 milljónum krónum lægra en fyrirtækin tvö voru þau einu sem buðu í verkið. Gengið var til samninga við síðastnefnda fyrirtækið með fyrirvara um að það stæðist útboðskröfur svo sem um hæfi og fjárhagslega getu. Taldi Terra þetta ekki samræmast lögum um opinber innkaup.

Terra gerði í sinni kæru ítarlegar athugasemdir við vinnubrögð Akureyrarbæjar í málinu og koma þær fram í úrskurði kærunefnd útboðsmála.

Ekki grundvallargögn

Vildi Akureyrarbær hins vegar meina að vinnulag hans í málinu hefði verið í samræmi við lög um opinber innkaup. Það verði að vera unnt að sannreyna upplýsingar frá bjóðendum til að meta hversu vel tilboðin uppfylli forsendur útboðs. Fullnægjandi mat á hæfi hafi farið fram áður en ákvörðun hafi legið fyrir um að taka tilboði Íslenska gámafélagsins með þeim fyrirvara að félagið uppfylli m.a. að hafa starfsleyfi og verktryggingu. Fyrirvarinn hafi verið gerður vegna þess að óskað hafi verið eftir viðbótargögnum sem hafi þurft að skila eftir opnun tilboða til að geta metið hvort lægstbjóðandinn, Íslenska gámafélagið, gæti staðist fjárhagslegar kröfur, kröfur um starfsleyfi og verktryggingu, hvernig leyst yrði úr aðstöðumálum og hvernig þjónustunni yrði sinnt. Fyrirvarinn hafi ekki varðað grundvallargögn sem hafi átt að fylgja með tilboði fyrir tilboðsdag.

Andmæltu Akureyrarbær og Íslenska gámafélagið þeirri staðhæfingu Terra í kæru fyrirtækisins að fyrrnefnda fyrirtækið hefði ekki haft tilskilin starfsleyfi þegar bærinn ákvað að semja við það um rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis.

Í niðurstöðu kærunefndar útboðsmála segir hins vegar að fyrirvari Akureyrarbæjar hafi ekki samrýmst lögum um opinber innkaup. Akureyrarbæ hafi borið að leggja mat á hæfi Íslenska gámafélagsins og tilboð þess, þar á meðal, hvað varðar fjárhagslegt hæfi, áður en ákveðið var að velja tilboð félagsins. Þar sem fyrirvari þessi hafi verið í andstöðu við ákvæði laganna sé það mat kærunefndar útboðsmála að ákvörðun bæjarins hafi verið ólögmæt. Það breyti engu um þá niðurstöðu að nú liggi fyrir að Íslenska gámafélagið hafi fjárhagslega burði og tilskilin starfsleyfi til að sinna verkefninu.

Nefndin felldi því ákvörðun Akureyrarbæjar, um að ganga til samninga, í kjölfar umrædds útboðs, við Íslenska gámafélagið um rekstrar grenndarstöðva og gámasvæðis í bænum, úr gildi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings