fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Mikill þungi barnaverndarmála í Mosfellsbæ

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 10. október 2024 16:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða barnaverndarmála í Mosfellsbæ var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær en hafði áður verið rædd á fundi velferðarnefndar. Í minnisblaði sem birt er með fundargerð fundarins, á heimasíðu sveitarfélagsins, kemur meðal annars fram að mikið álag er á starfsmönnum málaflokksins hjá bænum og ráða hefur þurft utanaðkomandi verktaka vegna mikillar fjölgunar mála. Miðað við tölur sem gefnar eru upp í minnisblaðinu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað meira í bænum en á landsvísu.

Í minnisblaðinu kemur fram að á fyrstu mánuðum ársins hafi tilkynningum til barnaverndar á landsvísu fjölgað um tæp 17 prósent samanborið við sama tíma á árinu 2023 en tilkynningum um áhættuhegðun hafi fjölgað um rúmlega 30 prósent. Hins vegar hafi á fyrstu sex mánuðum ársins 2024 tilkynningum til barnaverndar Mosfellsbæjar fjölgað um 43 prósent frá því á sama tímabili.

Í minnisblaðinu er ekki gerð tilraun til að greina hvers vegna tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað meira í Mosfellsbæ en á landsvísu en ekki virðist auðséð hvað ætti að vera öðruvísi í bænum en annars staðar á landinu. Minnt er á atriði sem bæði lögreglan og Barna- og fjölskyldustofa hafa nefnt til að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar á landsvísu. Þar á meðal séu breytingar vegna aðstæðna í kjölfar Covid-faraldursins, að lögregla sé skilgreind sem þjónustuaðili í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og tilkoma samfélagslögreglu. Einnig hafi verið leiðbeiningar til lögreglu varðandi hvernig vinna skal mál barna og ungmenna og skrá þau í LÖKE, gagnagrunn lögreglunnar. Þá séu nefnd atriði eins og hópasöfnun, samfélagsmiðlar, aukin drykkja og vímuefnaneysla og aukinn vopnaburður barna.

Þungi

Í minnisblaðinu er lögð áhersla á að mál sem berist til barnaverndar, séu auk þess að vera fleiri, þyngri í vöfum en áður og auki álag á starfsmenn sem hamli því að þeir geti unnið úr málunum á faglegan hátt eins og krafa sé um. Tekið er fram að sé málaþungi of mikill fari fljótlega að skorta raunverulegan árangur í meðferð málanna. Kröfur um faglega meðferð barnaverndarmála hafi aukist enn meira þegar áðurnefnd lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 2021.

Í minnisblaðinu segir enn fremur að barnavernd Mosfellsbæjar hafi í auknum mæli borist erfiðari mál sem krefjist þyngri úrræða, flóknari vinnubragða, aukins samstarfs við aðrar stofnanir, aukinnar lögfræðiaðstoðar við starfsmenn o.fl.

Í minnisblaðinu er einnig minnst á ýmsar breytingar í stofnanalegri umgjörð barnaverndarmála sem hafi aukið álag enn frekar á starfsmenn barnaverndar.

Auk stjórnanda barnaverndar í Mosfellsbæ starfa þar þrír starfsmenn. Til að létta álaginu á undirmenn sína hefur stjórnandinn tekið að sér einstök mál. Í minnisblaðinu er það sagt fara illa saman við góða stjórnunarhætti þar sem fylgja þurfi öllum málum vel eftir. Í sumar var enn fremur ráðinn verktaki til starfa sem hefur að baki mikla reynslu af barnaverndarmálum. Segir í minnisblaðinu að þessi ráðning hafi gert það ljóst að starfsmenn barnaverndar þurfi aðstoð til geta sinnt barnaverndarþjónustunni eins og skyldi í nýju og breyttu umhverfi.

Í lok minnisblaðsins er lögð áhersla á að fjölgun mála og mikið álag á starfsmenn þýði að erfiðara sé að grípa þétt utan um þau börn sem eigi við hvað mestan vanda að etja.

Taka föstum tökum

Þegar minnisblaðið var rætt á fundi velferðarnefndar bókaði nefndin í fundargerð að hún leggði áherslu á að málaflokkurinn sé tekinn föstum tökum og að hún standi heilshugar á bakvið gott starf barnaverndarþjónustu Mosfellsbæjar.

Þessi afgreiðsla velferðarnefndar var síðan samþykkt á fundi bæjarstjórnar og minnisblaðið lagt þar fram til kynningar og umræðu. Enginn bæjarfulltrúi ræddi hins vegar minnisblaðið sérstaklega á fundinum.

Í minnisblaðinu eru ekki lagðar fram neinar sérstakar tillögur um aðgerðir vegna stöðu barnaverndarmála í Mosfellsbæ eins og til að mynda að fjölga starfsmönnum.

Það liggur því ekki fyrir á þessari stundu hvort bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hyggist eða telji þörf á því, eða að það sé yfirhöfuð mögulegt, að grípa til einhverra sérstakra aðgerða vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar, aukins þunga í málaflokknum og meira álags á starfsmenn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?