fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Sjálfstæðismenn ánægðastir með Höllu en harðasta andstaðan hjá Vinstri grænum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. október 2024 19:30

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eru ánægðastir með Höllu. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn eru ánægðastir með störf Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands. Harðasta andstaðan við hennar störf mælist hjá Vinstri grænum. Almennt er mun minni ánægja með störf Höllu en forvera hennar Guðna Th. Jóhannessonar.

Þetta kemur fram í könnun Maskínu.

52,1 prósent Sjálfstæðismanna eru ánægðir með störf Höllu Tómasdóttur, sem tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Þar af eru 23,1 prósent Sjálfstæðismanna mjög ánægðir með hennar störf.

Á eftir Sjálfstæðismönnum eru kjósendur Viðreisnar ánægðastir með störf Höllu, það er 50,6 prósent. En þetta eru einu tveir flokkarnir þar sem stuðningurinn fer yfir 50 prósent.

45,6 prósent Framsóknarmanna eru ánægðir með störf Höllu, 45,2 prósent kjósenda Flokks fólksins, 44,1 prósent Samfylkingarfólks, 42,9 prósent Miðflokksmanna, 40,5 prósent Vinstri grænna, 33,2 prósent Pírata og 30,5 prósent Sósíalista.

Andstaða Vinstri grænna

Þegar litið er á óánægju mælist hún hvað hörðust hjá Vinstri grænum. Það er 15,4 prósent þeirra eru mjög óánægð með störf Höllu. Skýrist það hugsanlega að einhverju leyti af því að fyrrverandi formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, tapaði í forsetakosningunum fyrir Höllu.

Þá mælist einnig töluverð óánægja hjá Framsóknarmönnum, 17,5 prósent, og Pírötum, 14,6 prósent. Minnst óánægja mælist hjá Samfylkingarfólki, aðeins 9,9 prósent.

Þrátt fyrir að minnst ánægja mælist hjá Sósíalistum mælist óánægja ekki mikil hjá þeim. En 57,8 prósent þeirra eru hvorki ánægðir né óánægðir. Það er reyndar mjög stór breyta hjá öllum kjósendum. Það er að 44,3 prósent svarenda virðist vera nokkuð sama um Höllu.

Mörgum sama um Höllu

Aðeins 45,3 prósent eru ánægð með störf Höllu. Til samanburðar þá var ánægja með störf Guðna Th. Jóhannessonar á bilinu 71 til 82 prósent öll átta árin sem hann sat sem forseti. Mælingar Maskínu sína einnig 49 til 59 prósenta ánægju með störf Ólafs Ragnars Grímssonar árin 2011 til 2016.

Hins vegar mældist óánægja með störf Ólafs Ragnars mun meiri en Höllu. Það er 18 til 24 prósent samanborið við aðeins 10 prósent sem eru óánægð með Höllu. Óánægja með störf Guðna mældist á bilinu 5 til 9 prósent.

Í könnuninni núna sést að Halla nýtur mests trausts hjá konum, fólki á sextugsaldri, Norðlendingum og háskólagengnum. En minnst hjá körlum, fólki á fimmtugsaldri, Reykvíkingum og fólki með stúdentspróf eða iðnmenntun.

Könnunin var gerð 16. til 24. september. Svarendur voru 1067.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“