fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Banaslysið á Sæbraut: Kjartan vildi auka öryggi gangandi vegfarenda en tillagan var felld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra þar sem meðal annars var lagt til að öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut yrði aukið. Tillagan var hins vegar felld.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag.

„Það er nátt­úr­lega hræðilegt til­efni að þurfa að ræða þetta þegar orðið hef­ur bana­slys en það er rétt að þetta er ekki nýtt mál og þetta hef­ur verið rætt í að minnsta kosti nokk­ur ár,“ seg­ir Kjart­an í samtali við Morgunblaðið.

Kona á fertugsaldri lést þegar fólksbíl var ekið á hana þegar hún var á leið yfir Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, aðfaranótt sunnudags.

Í Morgunblaðinu segir að eftir að tillagan var felld hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram bókun þar sem þeir sögðu ófremdarástand ríkja á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar. Önnuðu þau engan veginn þeim umferðarþunga sem kemur frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúðabyggð þar.

Til stendur að leggja fram nýja tillögu á fundi borgarstjórnar í dag þess efnis að ráðist verði í neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á fyrrnefndum gatnamótum. Hefur Morgunblaðið eftir Kjartani að það sé hræðilegt að upp þurfi að koma banaslys svo umræðan fari aftur af stað. Kveðst hann vona að betur verði tekið í tillögu flokksins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe