Lögreglan á Austurlandi bíður enn eftir gögnum í máli hjóna á áttræðisaldri sem fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað aðfararnótt 22. Ágúst. Meintur gerandi hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 23. ágúst og rennur gæsluvarðhald út næsta föstudag.
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir við Mbl.is að ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum verði tekin síðar í vikunni. Geðrannsókn á manninum er lokið.
Kristján segir bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á hjónunum koma, en ekki sé tímabært að frá niðurstöðu hennar né geðrannsóknarinnar.
Enn er beðið gagna úr vettvangsrannsókn sem unnin var af tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og gögnum úr DNA-sýnum sem send voru úr landi til rannsóknar.