fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Óli Björn segir hingað og ekki lengra: „Nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ómyrkur í máli í garð Vinstri grænna í aðsendri grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann segir að Vinstri grænir hafi í raun bundið enda á stjórnarsamstarfið og segir að langlundargeð hans sé endanlega þrotið.

„Svandís Svavars­dótt­ir nýr formaður Vinstri grænna er að mis­skilja eig­in stöðu og flokks síns í sam­starfi við Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæðis­flokk­inn. Vinstri græn­um var ekki af­hent ein­hliða neit­un­ar­vald í rík­is­stjórn. Heim­ild til þingrofs er held­ur ekki í hönd­um Svandís­ar þótt hún hafi stigið fram og boðað til kosn­inga áður en kjör­tíma­bil­inu er lokið,“ segir Óli Björn í byrjun greinar sinnar og heldur áfram:

„Það þarf ekki að fara eins og kött­ur í kring­um heit­an graut. Vinstri græn­ir und­ir for­ystu eins reynd­asta og, að því er ég hélt, eins klók­asta stjórn­mála­manns sam­tím­ans hafa í raun bundið enda á stjórn­ar­sam­starfið. Ég ef­ast ekki um að Vinstri græn­ir trúi því og treysti að sam­starfs­flokk­arn­ir í rík­is­stjórn láti það yfir sig ganga að minnsti flokk­ur­inn taki þingrofs­heim­ild­ina af for­sæt­is­ráðherra og setji sam­ráðherr­um sín­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar í mik­il­væg­um mál­um,“ segir Óli Björn og bætir við:

„En nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið. Fram­ganga Vinstri grænna er með þeim hætti að úti­lokað er að rétt­læta sam­starf við þá í rík­is­stjórn,“ segir Óli Björn og nefnir hvalveiðimálið í þessu samhengi.

Blaut tuska í andlitið

„Þegar þáver­andi mat­vælaráðherra og nú­ver­andi formaður Vinstri grænna kom í veg fyr­ir hval­veiðar sum­arið 2023 voru marg­ir kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ósátt­ir við að halda sam­starf­inu við VG áfram. Þessi skoðun átti sér hljóm­grunn í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins en ljóst var að ákvörðun mat­vælaráðherra gekk gegn lög­um, eins og umboðsmaður Alþing­is komst að.“

Óli Björn rifjar upp að hann hafi haldið því fram í blaðagrein í júlí að matvælaráðherra hefði kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka og það væri póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hefði ekki áhrif á sam­starfið.

„Van­traust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mik­il áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þing­flokks­formaður fyr­ir rúmu ári. Þing­flokks­formaður stærsta stjórn­ar­flokks sem treyst­ir ekki ráðherr­um sam­starfs­flokks get­ur illa rækt skyld­ur sín­ar. Ég verð að viður­kenna að það voru mis­tök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra. Þegar jafn frek­lega er gengið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum at­vinnu­rétt­ind­um og góðri stjórn­sýslu er erfitt fyr­ir þá, sem berj­ast fyr­ir at­vinnu­frelsi, að rétt­læta sam­starf.“

Dýrkeypt sáttfýsi

Óli Björn segir að þegar ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn tæki höndum saman við Framsóknarflokk og Vinstri græna árið 2017 hafi hann stutt þá ákvörðun heils hugar eins og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

„Mér eins og öll­um öðrum var það ljóst að sam­steypu­stjórn ólíkra flokka yrði ekki mynduð án sann­gjarnra mála­miðlana. All­ir yrðu að gefa eitt­hvað eft­ir og stjórn­ar­flokk­arn­ir þyrftu að „setja sitt mark á stefn­una og standa um leið vörð um grunn­stef hug­sjóna sinna, þrátt fyr­ir mála­miðlan­ir“. Þegar þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti að end­ur­nýja stjórn­ar­sam­starfið eft­ir kosn­ing­arn­ar 2021 var það gert í þeirri trú að byggt væri á trausti og trúnaði.“

Óli Björn heldur því svo til haga að þó hægt sé að gagnrýna ríkisstjórn þessa þriggja flokka fyrir ýmislegt sé vert að nefna að íslensku þjóðfélagi hafi tekist að sigla í gegnum þung efnahagsleg áföll vegna kórónuveirufaraldursins, stríðsátaka í Evrópu og eldsumbrota við Grindavík. Þrátt fyrir þessi áföll hafi lífskjör almennings aldrei verið betri.

Óli Björn benti á það á dögunum að málamiðlanir á milli ríkisstjórnarflokkanna hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og í ríkisstjórn.

„Sátt­fýsi okk­ar sjálf­stæðismanna hefði því verið meiri en efni hafa staðið til út frá þingstyrk. Þessi sátt­fýsi hef­ur reynst Sjálf­stæðis­flokkn­um dýr­keypt, þrátt fyr­ir aug­ljós­an ár­ang­ur í efna­hags­mál­um.“

„Nei, takk“

Óli Björn nefnir svo landsfund Vinstri grænna um liðna helgi þar sem Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður og samstarfsflokkunum, einkum Sjálfstæðisflokknum, voru sendar kaldar kveðjur í ályktunum.

„Hægriöfl­in (Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn) voru sögð þjóna sér­hags­mun­um en ekki al­manna­hags­mun­um og ala á út­lend­inga­andúð. Göm­ul úr­elt slag­orð um auðstétt­ina og fjármagnsöflin fengu inni í álykt­un­um fund­ar­ins. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru sakaðir um und­ir­róður vegna frum­varps um að lækka fram­lög rík­is­ins til stjórn­mála­flokka,“ segir Óli Björn og vísar orðrétt í ályktun um ríkisstjórnarsamstarfið þar sem segir:

„Til að hægt sé að halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu áfram tel­ur lands­fund­ur­inn að tak­ast verði á við þau knýj­andi verk­efni sem við blasa á fé­lags­leg­um grunni. Jafn­framt tel­ur fund­ur­inn að ganga verði til kosn­inga með vor­inu.“

„Sem sagt: Rík­is­stjórn­in get­ur aðeins haldið áfram á for­send­um minnsta og veik­asta stjórn­ar­flokks­ins. Slík rík­is­stjórn nær aldrei ár­angri enda búin að missa er­indi sitt. Það eina sem hægt er að segja er ein­falt og skýrt: Nei, takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu