fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Segir ekki of seint að hætta við enda verði sparnaðurinn enginn – „Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarskjalasafn Reykjavíkur varð 70 ára í gær, en það var stofnað þann 7. október 1954. Í tilefni afmælisins hvetur fyrrum borgarskjalavörður Reykjavíkurborg að hætta við að leggja safnið niður, enda liggi fyrir að meintur sparnaður sem stefnt var að, eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Svanhildur Bogadóttir ritar grein um málið. Þar rekur hún að meðal skjala safnsins séu verðmæt einkaskjalasöfn sem Borgarskjalasafni var treyst fyrir að varðveita.

„Oft var um að ræða skjöl sem tengjast sögu Reykjavíkur með beinum hætti, svo sem skjöl íþróttafélaga í Reykjavík, félaga eins og Barnavinafélagið Sumargjöf og Bjarna Benediktssonar borgarstjóra og ráðherra. Þá eru ótalin skjöl borgarstofnana og borgarfyrirtækja. Safnið varðveitir líka einstakt ferðabókasafn sem því var ánafnað.“

Svanhildur segir að erlendir borgarskjalaverðir eigi ekki orð yfir þessu metnaðarleysi borgarinnar. Borgin hafi tekið þessa umdeildu ákvörðum í nafni sparnaðar, en þegar betur sé að gáð þá hafi mestu kostnaðurinn við safnið verið húsaleigan. Húsaleigan sem var greidd til Reykjavíkurborgar. Svanhildur gagnrýnir að skýrsla KPMG hafi gagnrýnislaust orðið grundvöllur niðurlagningarinnar.

„Röksemdir voru að of dýrt væri að reka safnið en það kostaði á síðasta ári um 190 milljónir, sem var að mestu húsaleiga til borgarinnar sjálfrar og laun. KPMG var fengið til að vinna skýrslu um framtíðartilhögun safnsins og kom fram með ævintýralegar háar upphæðir sem þyrfti til að reka safnið. Margfaldar þær upphæðir sem það hefur fengið undanfarin ár. Áhugavert er að enginn aðili hjá borginni fór yfir tölur sem komu fram í skýrslu KPMG eða röksemdir þeirra. Enginn aðili hjá borginni fór yfir tölurnar með Borgarskjalasafni.“

Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við skýrsluna en ekki var tekið tillit til þeirra. Þess í stað hafi ákvörðunin um að leggja niður safnið verið keyrð í gegnum á methraða.

„Það er með ólíkindum að hægt sé að taka slíka ákvörðun, sem hefur áhrif á fjölmarga aðila, án þess að farið sé yfir tölur eða forsendur af fjármálasviði og að almenningur og hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að senda inn athugasemdir og fá umræðu um breytingarnar.“

Til viðbótar hafi komið í ljós, þegar breytingar voru gerðar á lögum um opinber skjalasöfn í júní, að fjárhagslegar forsendur KPMG standast ekki skoðun. Þjóðskjalasafn hafi fengið víðtækari gjaldheimtuheimildir og fyriri liggi að borgin verður rukkuð fyrir langtímavarðveislu skjala.

„Með öðrum orðum, þá verður enginn sparnaður af niðurlagningu Borgarskjalasafns, jafnvel aukinn kostnaður. Þjóðskjalasafn mun taka gjald fyrir hvert viðvik sem það framkvæmir.“

Svanhildur segir virðingarleysið fyrir sögunni algjört, en ekki sé of seint að taka þetta til baka.

„Það stefnir í að öll skjöl Reykjavíkur og Reykvíkinga allt frá sextándu öld verði send á Þjóðskjalasafn á næsta ári. Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni og því starfi sem hefur verið unnið á Borgarskjalasafni síðastliðin 70 ár. Það er þó ekki of seint að taka niðurlagninguna til baka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd