fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Hryllingur á hótelherbergi – Ákærður fyrir nauðgun á Austurlandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. október 2024 13:15

Héraðsdómur Austurlands. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun á hótelherbergi. Atvikið átti sér stað þann 16. desember árið 2023. Maðurinn er sakaður um að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu, án hennar samþykkis, beitt hana ólögmætri nauðung og notfært sér ölvunarástand hennar, með því að stinga fingri inn í
leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar, en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn hafði sáðlát í rúminu þar sem konan svaf.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en konan gerir kröfu um miskabætur upp á fjórar milljónir króna.

Aðalmeðferð í málinu var við Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum þann 2. október. Búast má við að dómur falli í málinu um mánaðamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng