Zavizenov var orkumálaráðherra í lýðveldinu Luhans, sem var sett á laggirnar af Rússum í samnefndu héraði í Úkraínu. Hann gegndi embættinu frá ágúst 2022 fram í júní 2023.
Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá var Zavizenov einarður stuðningsmaður Pútíns og í góðu sambandi við forsetann.
Rússneski netmiðillinn Mash segir að sögn Dagbladet að Zavizenoy hafi drukkið áfengi stíft í heila viku áður en hann lést. Það var að sögn sonur hans sem kom að honum látnum.