Eins og nafn hópsins gefur til kynna þá er hann, eða var væntanlega í upphafi, hugsaður sem hópur fyrir Íslendinga í Danmörku. Hópur þar sem þeir gætu deilt reynslu sinni og komið með spurningar um eitt og annað.
En á síðustu mánuðum hefur hópurinn, að sumra mati, eiginlega frekar breyst í „Íslendingar á Íslandi spyrja spurninga“ hóp. Mikið er um að fólk skrifi færslur, sem snúast um hugleiðingar þess um að flytja til Danmerkur, undir nafnleynd.
Inn velta spurningar á borð við: Hvar er best að búa í Danmörku? Er hægt að lifa á örorkubótum í Danmörku? Er erfitt að fá vinnu? Og svo mætti lengi telja.
Margir af þeim Íslendingum, sem eru búsettir í Danmörku, eru orðnir langþreyttir á færslum af þessu tagi og benda á að ef fólk myndi bara nenna að gúggla eða skrolla aðeins niður síðuna myndi það finna svör við öllum þessum spurningum.
Svo virðist sem einhver meðlimur hópsins hafi ákveðið að gera smávegis grín að þessu og setti hann eftirfarandi færslu inn:
“Ég skrifa undir nafnleynd því engin má vita neitt.
Hæ!!!!
Nú er komið að því en við fjölskyldan ætlum að flitja aftur til Íslands og koma öllum á óvart. he he.
Og ég var bara að velta fyrir mér hvernig ferlið er, hvaða pappíra þarf ég hafa með, við hvern tala ég og hver flitur dótið okkar? Og hvaða bíl er best að kaupa? Öll góð ráð vel þegin.
Ég er líka að velta fyrir mér í hvaða bæ eða hverfi sé að búa á Íslandi? Hvar eru flestir íslendingar? Ef við förum til Reykjavíkur, hvaða hverfi er best fyrir 4 manna fjöllu með kött?
Erum alveg opin fyrir landsbyggðini líka. Kostir og gallar? Skjótiði! ha ha.
Hvar haldiði að best sé að fá vinnu fyrir fólk í hlutastarfi? Er hægt að flytja til Íslands með börn?
Ísafjörður eða Húsavík, fyrir fjölskyldu?
Sonur minn er í hestamennsku, er það þá Hornafjörður? Dóttir mín æfir skauta, hvaða bær (eða hverfi) er bestur í svoleiðis? Kellingin hefur gaman af blaki, er það ekki best á Neskaupsstað? Ég, kallinn, er aðeins að kukla í yfirnáttúrulegum fyrirbærum, hef góða tilfinnginu fyrir Snæfellsnesinu. Við notum öll gleraugu. Hvar er besta gleraugnaþjónustan fyror fjöllu eins og okkur? Langar að búa við brú, hafiði reinslu af Selfoss?
Sonur minn er intróvert, með hvaða skóla mælið þið og tekur langan tíma að sækja um?
Þetta er alveg á birjunarstigi og má alls ekki fréttast hehe
ást og friður ”
Færsla hans er keimlík mörgum öðrum, frá Íslendingum búsettum á Íslandi, nema hvað hér hefur dæminu verið snúið við.
Til að toppa allt saman þá setti hann fána Álandseyja í innleggið ásamt þeim danska.
Í kjölfar færslunnar fór fólk að tjá sig og er óhætt að segja að ekki virðast allir hafa fattað að um grín var að ræða en aðrir áttuðu sig greinilega á því.
Meðal svaranna sem voru sett inn eru:
„Ég myndi bara alls ekki flytja til íslands á þessum tímapunkti. Ísland er algjörlega hræðilegt að búa í núna“
„Sko sammála fyrsta ræðumanni það er galið að flytja á klakann núna en held að Akureyri eða höfuðborgarsvæðið sé málið það er jú hægt að ferðast fra Selfossi til Reykjavíkur á skauta en þegar eg bjó á Íslandi pantaði ég gleraugu að utan og ég bjó í 8 ár a Ísafirði það er æðislegt 3 mánuði á ári s.s. j“
„Keflavík er best það er styðst að fara til baka aftur“
„Geggjað góð hugmynd, ég myndi láta aflífa köttinn hér, kaupa gleraugu I Þýskalandi fyrir ykkur öll sem myndu duga ykkur næstu 30 árin. Svo getið þið bara gerst farandverkamenn og búið á öllum þessum stöðum, enda er enginn séns á að þið fáið langtíma leigu neinstaðar á Íslandi hvort sem er, svo það yrði ábyggilega besta planið. Svo geta börnin og þið hjónin auðvitað bara kastað ykkur út ný hobbí , á hverjum stað. Svona til að falla inní bæjarfélagið á hverjum tíma. Svo er um að gera að athuga öll réttindi til bóta, myndi undirbúa það mjög vel áður en þið takið stökkið. Skóla, barna og unglinga mál eru allsstaðar i skít , svo þessi introvert á eftir að pluma sig hvar sem er.
Brilliant hjá þér, hló mig máttlausa “
„Í guðanna bænum ekki koma heim. Þið komust undan, afhverju viljið þið koma til baka og enda í að drukkna í skuldum þar að segja EF þið fáið einhverja holu á leigu eða til kaups á stjarnfræðilegu verði. Ég held að þið séuð EKKI að gera ykkur grein fyrir ruglinu sem er hér í gangi svo mitt ráð er einfaldlega EKKI KOMA TIL BAKA ÞIÐ KOMUST Í BURTU.“
„Hvar eru flestir Íslendingar og þú ert að tala um Ísland, ég hreinlega“
„Og nei, það er ekki hægt að flytja til Íslands med börn. Það er innflutningsbann á börnum til Íslands“