fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Fréttir

Bergþór ómyrkur í máli og segir gögnum haldið frá þingmönnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 08:30

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að núverandi utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, neiti að afhenda bréf sem Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í tíð sinni í ráðuneytinu þar sem bókun 35 var mótmælt.

Bergþór skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag og kveðst hafa fengið skriflega neitun um að fá þessi bréf afhent.

Hann segir í grein sinni að svo virðist vera sem helsta og eina áhersluatriði Þórdísar Kolbrúnar á þessu lokaþingi kjörtímabilsins sé að koma bókun 35 í gegn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fylgi svo í humátt á eftir.

Stimpillinn frá Evrópu trompi allt annað

„Til upp­rifj­un­ar geng­ur inn­leiðing bók­un­ar 35 út á að festa í sessi að ef regla sem Alþingi set­ur reyn­ist ósam­rýman­leg reglu sem Alþingi inn­leiðir á grund­velli EES-samn­ings­ins skuli sú frá Evr­ópu gilda. Verður þá vikið til hliðar regl­um ís­lensks rétt­ar eins og að yngri lög gangi fram­ar eldri, að sér­lög gangi fram­ar al­menn­um lög­um og svo mætti áfram telja. Stimp­ill­inn frá Evr­ópu skal trompa annað, stang­ist laga­regl­ur á,“ segir Bergþór.

Hann segir að margir hafi spurt hvers vegna þessi ofuráhersla sé á að innleiða bókun 35 með þeim hætti sem utanríkisráðherra leggur til. „Haf­andi í huga að eng­ar at­huga­semd­ir voru gerðar, frá til þess bær­um aðilum, nær all­an tím­ann sem Ísland hef­ur verið aðili að EES-samn­ingn­um. Enn áleitn­ari verður sú spurn­ing þegar fyr­ir ligg­ur að fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, tók til varna fyr­ir Ísland á síðasta kjör­tíma­bili og sendi ein þrjú bréf til ESA (eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA) þess efn­is.“

Stenst enga skoðun

Bergþór bendir á að þar hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá með þeim hætti sem nú er gert.

„Það eru sem sagt til þrjú bréf sem ut­an­rík­is­ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins sendi eft­ir­lits­stofn­un EFTA á síðasta kjör­tíma­bili þar sem þess­um kröf­um var mót­mælt og ekki tal­in ástæða til breyt­inga frá því fyr­ir­komu­lagi sem viðhaft hef­ur verið frá upp­hafi. En nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, neit­ar að af­henda þessi bréf til þing­manna. Und­ir­ritaður hef­ur óskað eft­ir þeim en fengið skrif­lega neit­un. Þing­menn eiga ekki að fá að sjá varn­ir og sjón­ar­mið Íslands á liðnu kjör­tíma­bili. Það stenst auðvitað enga skoðun að bréf­in séu háð trúnaði, enda er ráðherr­ann búin að fella all­ar varn­ir Íslands í mál­inu nú þegar,“ segir Bergþór í grein sinni í Morgunblaðinu.

Hann segir að engar skýringar hafi fengist á þessum „feluleik“ ráðherrans gagnvart Alþingi.

„Hún kýs að halda kjarna­gögn­um leynd­um í mál­inu – gögn­um sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að inn­leiða bók­un 35. Vill ráðherr­ann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þing­mál sitt? Þing­flokk­ur Miðflokks­ins mun ekki láta á sér standa í umræðum um bók­un 35 á Alþingi. Við stönd­um með hags­mun­um Íslands, nú sem fyrr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Hundum boðið í bíó