fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Segir Reykjavíkurborg hafa hlunnfarið starfsmann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir á Facebook-síðu sinni að einn af meðlimum félagsins hafi óskað eftir liðsinni þess þar sem vinnuveitandi hans, Reykjavíkurborg, hafi haft af honum uppsafnað orlof. Borgin hafi ekki enn svarað Eflingu þótt erindi vegna máls viðkomandi hafi verið sent fyrir mánuði:

„Góður félagi sem er einn af ómissandi starfsmönnum Reykjavíkurborgar leitaði til mín og samstarfsfélaga míns, Ragnars Ólasonar, sem er sérfræðingur hjá Eflingu í kjarasamningum og kjarasamningsgerð, fyrir um mánuði síðan. Reykjavíkurborg hafði af honum haft ríflega 86 stundir af uppsöfnuðu orlofi. Ragnar sendi samstundis erindi til velferðasviðs og mannauðssviðs borgarinnar og krafðist þess að fyrningin yrði dregin til baka. Við erum enn að bíða eftir svari.“

Þolinmæðin á þrotum

Sólveig Anna segir þolinmæði Eflingar vera á þrotum og að á mánudaginn verði borginni send ítrekun:

„Á mánudaginn munum við ítreka kröfuna. Ef að ekki verður við henni brugðist með jákvæðum hætti leitum við annara leiða til að tryggja að maðurinn sem til okkar leitaði fái til baka það sem borgin hefur af honum haft með óréttmætum hætti. Við sættum okkur ekki við að af verkafólki Reykjavíkurborgar sé tekið þeirra uppsafnaða orlof á meðan meðlimir opinberu borgarastéttarinnar, hinir ýmsu stjórar, fái að safna á milli orlofsára eins mikið af tímum og þeim sýnist, til þess að fá þá svo greidda út sem milljónir þegar þeir láta af störfum.“

Þarna er Sólveig Anna að vísa til fréttar Vísis en þar kemur fram að 13 embættismenn Reykjavíkurborgar sem létu af störfum frá 2014 og til dagsins í dag fengu allir greitt eldra ótekið orlof við starfslok, allt að 824 orlofsstundir eða 103 daga, í einu tilfelli. Samtals var hjá þessum 13 um að ræða jafngildi 512 orlofsdaga uppsafnaðra á árunum áður en þessir embætissimenn hættu.

Þótt Sólveig Anna segi það ekki bókstaflega þá virðist hún vera að saka Reykjavíkurborg um að mismuna starfsfólki sínu eftir því hversu ofarlega það er í skipuritinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Martröðinni er lokið
Fréttir
Í gær

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður dæmdur fyrir þjófnað á 300 þúsund krónum

Starfsmaður dæmdur fyrir þjófnað á 300 þúsund krónum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi