fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Lögreglan segir mótmælendur hafa heft för lögreglubifreiðar í forgangsakstri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2024 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mótmælendur hafi fyrr í dag heft för lögreglubifreiðar sem var í forgangsakstri á leið á slysstað.

Í dagbókinni, sem send er fjölmiðlum tvisvar á hverjum sólarhring, segir að tilkynnt hafi verið um harðan árekstur í hverfi 105 í Reykjavík. Lögreglan hafi verið send á vettvang með forgangi þar sem ekki hafi verið vitað um meiðsli. Á leið á vettvang hafi fólk í mótmælagöngu gengið í veg fyrir lögreglubifreiðina og gert í því að stöðva för lögreglunnar.

Í dagbókinni segir að það sé mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för hennar.

Ekki kemur fram um hvaða mótmæli var að ræða en væntanlega hafa þarna verið á ferð mótmælendur sem mótmæltu í dag hernaði Ísraels í Palestínu og Líbanon. Mótmælin fóru að hluta til fram við bandaríska sendiráðið við Enjateig, sem er einmitt í hverfi 105, en í fréttum fjölmiðla kemur fram að til stympinga hafi komið við sendiráðið, á milli mótmælenda og lögreglumanna, og að rauðri málningu hafi verið skvett á vegg sendiráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng