Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður sætt refsingu.
„Með hliðsjón af sakarefni málsins og með vísan til skýlausrar játningar ákærðu fyrir dómi þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu þessa dóms að telja,“ segir í niðurstöðunni.