fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Safna undirskriftum gegn stórri blokk í Grafarvogi – „Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. október 2024 14:00

Byggja á um 500 nýjar íbúðir í Grafarvogi. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 800 undirskriftir hafa safnast gegn fyrirhugaðri þéttingu byggðar í tveimur götum í Grafarvogi. Íbúarnir í götunum hvetja íbúa í fleiri hverfum til þess að setja af stað sams konar undirskriftalista.

Í sumar var greint frá því að Reykjavíkurborg hygðist láta reisa um 500 nýjar íbúðir í Grafarvogi, það er þétta byggðina. Þetta er átaksverkefni sem hrint var úr vör samhliða því að Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri.

Sagði Einar að það þyrfti að byggja fjölbreytt húsnæði í úthverfunum, ekki aðeins fjölbýli. Áformin voru hins vegar ekki kynnt í íbúaráði áður en þau voru kynnt almenningi. Sú kynning var ekki áætluð fyrr en eftir sumarfríin.

Muni auka álag á skóla og auka mengun

Þegar þetta er skrifað hafa 831 skrifað undir undirskriftalista gegn fyrirhugaðri þéttingu byggðar í Smárarima og Sóleyjarrima. Áætlað er að byggja stórt fjölbýlishús með 65 til 96 íbúðum á einni lóðinni þar.

„Margir íbúar hafa miklar áhyggjur af þessu, þar sem það mun skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum,“ segir í færslunni sem fylgir undirskriftalistanum. En á hann er safnað á síðunni island.is.

Segja íbúarnir að við bót nærri 100 íbúða geti einnig ofhlaðið skóla og leikskóla á svæðinu. Skóla sem séu nú þegar fullnýttir. Þá muni þéttingin einnig auka umferð í hverfinu og skapa meiri mengun, það er skapa hættu fyrir börnin úti á götu og hafa áhrif á loftgæði.

Sjá einnig:

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

„Fjölbýlishús í nokkrum hæðum samræmast ekki núverandi einbýlishúsum og raðhúsum, og myndu breyta ásýnd hverfisins,“ segir í færslunni. „Íbúar keyptu eignir sínar með ákveðnar forsendur í huga, eins og græn svæði, hreint loft, minni umferð og öryggi, og þessi bygging rýrir þær forsendur og lífsgæði íbúanna.“

Undirskriftalistann má finna hér.

Íbúasamtök boða fund á mánudag

Þá hafa Íbúasamtök Grafarvogs skipulagt fund í bókasafninu í Spönginni klukkan 17:00 á mánudag vegna fyrirhugaðra þéttingaráforma.

Í tilkynningu samtakanna á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar þeirra hafi verulegar áhyggjur af áformunum og vilji þétta raðirnar til þess að berjast gegn þeim.

„Aldrei í sögu hverfisins hefur verið herjað með þeim hætti sem nú er ráðgert. Því þurfum við að stilla saman strengi,“ segir Elísabet Gísladóttir, fulltrúi í samtökunum.

Að hennar sögn verður fundurinn óformlegur og hugsaður til þess að fólk geti komið skoðunum sínum á framfæri. Einnig verður lagt á ráðin um næstu skref. Allir sem hafa skoðun á málinu eru velkomnir á fundinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni