fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Opinbera hvað gerðist í yfirheyrslunum og fleiri sláandi staðreyndir – „Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður rannsókn í svokölluðu byrlunar- og símastuldsmáli sem beindist meðal annars gegn fimm blaðamönnum og einum framleiðanda. Lögreglan tilkynnti um þessi málalok í fordæmalausri færslu á Facebook þar sem ítarlega var rakið að þó svo blaðamennirnir gætu mögulega verið sekir um hegningarlagabrot þá hefði lögreglu ekki tekist að sýna fram á það með slíkum hætti að það réttlætti áframhaldandi rannsókn. Afsakaði lögregla sig meðal annars með vísan til þess að blaðamenn hafi lítið viljað tjá sig við yfirheyrslur, ekki lagt fram nein gögn, og að ekki hafi engið eftir að frá rafræn gögn frá erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum. Eins hafi ekki tekist að sanna hver hafi afritað upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti.

Lögreglan laug

Meðal annars sagði lögreglan í tilkynningunni: „Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu“. Tveir sakborningar málsins, Aðalsteinn Kjartansson og Arnar Þór Ingólfsson, rita leiðara Heimildarinnar í dag þar sem þeir rekja að lögreglan hafi hreinlega logið. Blaðamenn hafi þvert á móti verið þráspurðir um heimildarmann.

„Lögreglan spurði að nákvæmlega því. Hér eru níu dæmi um það, úr yfirheyrslu yfir Aðalsteini.

    1. Aðalsteinn var spurður hvort að [X] hafi afhent honum eða einhverjum öðrum gögn?
    2. Aðalsteinn var spurður hvort að [X] hafi afhent honum eða einhverjum öðrum síma eða einhver önnur tæki?
    3. Aðalsteinn var spurður hvort að [Y] hafi afhent honum gögn á einhverjum tímapunkti eða gefið heimild/ aðgang að einhverju í hennar eigu?
    4. Aðalsteinn var spurður hvort að [Y] hafi afhent honum síma eða önnur tæki í hennar eigu eða einhverra annarra?
    5. Í þessum greinum sem vísað er í gögn, skjöl, tölvupóstasamskipti, sem Kjarninn og Stundin segjast vera með undir höndum. Aðalsteinn var spurður með hvaða hætti komust þessir fjölmiðlar yfir gögnin eða fengu aðgang að þessum gögnum (sbr. 229. gr.) sem vísað er í áðurnefndum greinum?
    6. Í grein Kjarnans“ Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salt í sári“ kemur fram að ábyrgðarmenn Kjarnans vilji taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar bárust frá þriðja aðila. Aðalsteinn var spurður hver er þessi þriðji aðili er sem kom gögnum til Kjarnans og/eða Stundarinnar og hvaða hætti var það gert?
    7. Aðalsteinn var spurður með hvaða hætti voru gögnin sem hann notaði afhent?
    8. Aðalsteinn var spurður hvort að gögnin hafi verið afhent á rafrænan hátt eða útprentað?
    9. Aðalsteinn var spurður hvort að hann hafi tekið við farsíma Páls af [Y] og afritað úr honum gögn?

Þórður Snær Júlíusson var líka spurður hver heimildarmaðurinn væri. Spurning til hans hljóðaði svo: „Hver er þessi þriðji aðili sem kom gögnum til Kjarnans og/eða Stundarinnar og með hvaða hætti var það gert?“

Lögreglan segir því einfaldlega ekki satt í yfirlýsingu sinni. Hún lýgur.“

Blaðamenn hafi svarað öllum spurningum lögreglu nema þeim sem voru þess eðlis að gefa upp heimildarmann þeirra og hvernig samskiptum við hann var háttað. Þó svo lögregla hafi talið sig vita hvers heimildarmaðurinn var þá geti blaðamenn ekki staðfest þann grun án þess að brjóta gegn lagaskyldu sinni  um að vernda heimildarmenn.

Grunaði fyrst kollega sinn

Því hefur verið haldið fram að fyrrverandi eiginkona skipstjórans Páls Steingrímssonar hafi verið heimildarmaður blaðamannanna. Meðal annars hafa sögur gengið um að hún hafi byrlað Páli ólyfjan og svo farið með farsíma hans upp í Efstaleiti þar sem hann var afritaður á annað símtæki. Lögregla reyndi að leika slíka afritun eftir en rak sig á það að sum samskiptaforrit eru dulkóðuð, og því ekki hægt að afrita þau. Meðal annars samskiptaforritið WhatsApp. Á WhatsApp átti Páll í samskiptum við svokölluðu skæruliðadeildina, en spjallið kallaðist PR Namibía. Fréttir Stundarinnar og Kjarnans um skæruliðana voru meðal annars unnar upp úr þeim samskiptum.

Aðalsteinn og Arnar segja að ljósi punkturinn í málinu sé að nú liggi alfarið fyrir að fréttir um skæruliðadeildarinnar voru sannar og réttar, enda hafi lögregla staðfest að þær hafi verið unnar upp úr spjallhópum á WhatsApp sem og úr tölvupósti Páls Steingrímssonar.

Eins benda þeir á að engin gögn séu til sem staðfesti að byrlað hafi verið fyrir Páli. Læknar á Akureyri fundu engar vísbendingar um byrlun, réttarmeinafræðingur fann engin merki um byrlun og í sjúkragögnum Páls kemur fram að skimað hafi verið fyrir slævandi lyfjum í eiturefnaprófi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús, en þar fannst ekkert.

Eins taka þeir fram og vísa til rannsóknargagna að Páll hafi fyrst leitað til lögreglu áður en fréttir um skæruliðadeildina bárust. Þá hafi hann greint frá gruni sínum um að samstarfsmaður hans hjá Samherja, Jón Óttar Ólafsson, hefði farið í síma hans eða stolið fartölvu hans. Aftur mætti Páll viku síðar og lagði fram hendur gegn „óþekktum aðila sem hefði komist í síma hans og fartölvu, tekið þaðan gögn og komið til fjölmiðla“.

Eftir að fréttirnar birtust þá kom Páll í þriðja sinn og sagðist nú gruna fyrrverandi eiginkonu sína um að hafa leikið gögnum úr síma sínum. Þá nefndi han eins í fyrsta sinn að hún hefði byrlað honum svefnlyf í bjór. Páll kærði þó aldrei blaðamennina.

„Gögn málsins gefa til kynna að Páll Steingrímsson hafi að miklu leyti stjórnað takti rannsóknar lögreglunnar á Akureyri“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Í gær

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“