fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Einars Óla er saknað í Torrevieja – „Þetta er óskiljanlegt“ segir áhyggjufullur vinur hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært: Einar Óli er fundinn, heill á húfi

Íslendingurinn Einar Óli Einarsson var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Torrevieja á Spáni í fyrradag en hvarf þaðan skömmu síðar og hefur ekki til hans spurt. Náinn vinur hans segir málið óskiljanlegt og gerir allt sem hann getur til að stuðla að því að Einar Óli finnist.

Ármann Thor er náinn vinur Einars og hefur auglýst eftir honum á samfélagsmiðlum, m.a. í FB-hópum Íslendinga á Spáni. „Ég bý á Spáni og er búinn að vera hér í átta ár. Þetta er óskiljanlegt. Ég er góður vinur hans, hef séð um húsið hans og þess háttar en hann á hús í Quesada,“ segir Ármann, en Quesada er lítill nágrannabær Torrevieja. Einar hvarf frá háskólasjúkrahúsinu í Torrevieja.

„Hann fer í sjúkrabíl þarna uppeftir kl. 4 í fyrradag og svona um 8-leytið þá segjast þeir hafa vísað honum frá af því þeir skildu hann ekki. Hann náttúrulega talar ekki spænsku og hann er ekki að fara að vinna nein verðlaun í ensku heldur. En þetta er alveg fáránlegt, hann gat varla staðið, er fótafúinn og annað,“ segir Ármann.

Einar Óli er slæmur til heilsunnar en hann veiktist hastarlega í Covid-faraldrinum og hefur ekki náð sér síðan. Hann er hátt á sextugsaldri.

„Við fréttum síðast af honum 20 mínútur fyrir 12, þá situr hann fyrir utan móttökuna á spítalanum. Eftir það veit enginn neitt,“ segir Ármann.

Aðspurður segir Ármann að fjölskylda Einars hafi verið í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á Íslandi. Sjálfur þekkir hann áhrifamikið fólk á Spáni sem kom því til leiðar að leit hófst að Einari áður en hinir lögboðnu 48 klukkutímar voru liðnir frá að hann hvarf.

Ármann segir að heilbrigðisþjónusta á Spáni sé almennt til fyrirmyndar en tungumálaerfiðleikar og samskiptavandræði á háskólasjúkrahúsinu í borginni, þangað sem farið var með Einar Óla, séu til vansa.

„Á mínum átta árum hér gef ég heilbrigðisþjónustunni hérna 10 af 10 mögulegum miðað við Ísland, en ég hef m.a. fylgt fjölskyldumeðlimi hér í gegnum dánarferli. En þegar kemur að þessum þætti þá er háskólasjúkrahúsið með allt annað viðmót en t.d. einkasjúkrahús í nágrenninu þar sem ávallt er tryggt að fundin sé manneskja sem getur átt í samskiptum við sjúklinginn. Ég hélt að læknaeiðurinn fæli í sér að þér beri að sinna sjúklingi í hvaða ástandi sem hann er, en hann var aldrei skoðaður,“ segir Ármann og blöskrar honum þessi vinnubrögð.

Þau sem mögulega gætu haft upplýsingar um afdrif Einars Óla eru beðin um að hafa samband við Ármann í gegnum Facebook-síðu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni