fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Fréttir

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 11:16

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessu ætla ég að fagna innilega þótt ég hefði einnig viljað sjá lækkun á verðtryggðum vöxtum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir hann ákvörðun Arion banka að lækka vexti að umtalsefni.

Bankinn tilkynnti í morgun að óverðtryggðir vextir myndu lækka í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í gær. Munu óverðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,64%. Þá lækka óverðtryggðir fastir vextir um 0,6 prósentustig og verða 8,8%.

Vilhjálmur segir að þessi lækkun upp á 0,6% hafi töluverð áhrif og þýði til dæmis að vaxtabyrði af 50 milljóna króna húsnæðisláni með breytilega óverðtryggða vexti muni lækka um 25 þúsund krónur á mánuði, eða 300 þúsund krónur á ári.

„Við erum á réttri leið og ég skora enn og aftur á verslun og þjónustu sem og sveitarfélög að halda vel aftur af verð-og gjaldskrár hækkunum á komandi mánuðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Loka verslun sinni í Kringlunni eftir brunann

Loka verslun sinni í Kringlunni eftir brunann
Fréttir
Í gær

„Mér er hætt að lítast á blikuna, fólki líður illa og hringir sig oftar inn veikt“

„Mér er hætt að lítast á blikuna, fólki líður illa og hringir sig oftar inn veikt“
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka mál barnaníðings sem braut á systur sambýliskonu sinnar – Sagðist hafa ný Snapchat gögn

Hæstiréttur neitar að taka mál barnaníðings sem braut á systur sambýliskonu sinnar – Sagðist hafa ný Snapchat gögn
Fréttir
Í gær

Ríkið bótaskylt eftir að maður braut sóttvarnalög, varð fyrir borgaralegri handtöku og þvingaður í sóttvarnargalla

Ríkið bótaskylt eftir að maður braut sóttvarnalög, varð fyrir borgaralegri handtöku og þvingaður í sóttvarnargalla