Great Place To Work gaf í gær út nýjan lista yfir Bestu litlu og meðalstóru vinnustaðir Evrópu 2024. Tvö íslensk fyrirtæki CCP Games og AÞ-Þrif eru þess heiðurs aðnjótandi að vera á listanum.Great Place To Work er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu.
Listinn í ár hefur að geyma nöfn 100 fyrirtækja sem voru valin eftir kannanir hjá meira en 1,3 milljónum starfsfólks í Evrópu varðandi upplifun þeirra á vinnustað. Þar af komu 300.000 svör frá fyrirtækjum sem komu til greina á listann og er þessi röðun byggð á þeirri endurgjöf, eins og segir í tilkynningu.
Til að fyrirtæki kæmu til greina á listann urðu þau að hafa hlotið þann heiður að verið valin á lista yfir Bestu vinnustaðina™ í sínu heimalandi. Fyrirtæki á listanum verða að vera vottuð af Great Place To Work™ og hafa starfsmannafjölda á bilinu 50 til 499 í Evrópu.
Þessi viðurkenning er byggð á trúnaðargögnum úr könnunum sem meta upplifun starfsfólks af trausti, nýsköpun, gildum fyrirtækja og stjórnunarháttum. Fyrirtæki eru einnig metin út frá því hversu vel þau standa sig í að skapa vinnustaðaupplifun fyrir öll, þar sem allt starfsfólk er velkomið og nýtur virðingar, sama hver þau eru eða hvað þau gera.
„Hamingjuóskir til Bestu litlu og meðalstóru vinnustaðir Evrópu 2024. Þrátt fyrir þær efnahagslegu áskoranir sem þau standa frammi fyrir, fundu þessi fyrirtæki leiðir til að styðja betur við sitt fólk og skapa grundvöll fyrir traust sem skiptir sköpum fyrir velgengni fyrirtækja á komandi árum. Við vorum hæstánægð með að sjá CCP Games og AÞ-Þrif fá þá viðurkenningu að vera meðal þeirra bestu í Evrópu,“ segir Benedict Gautrey, framkvæmdastjóri Great Place To Work á Íslandi og í Bretlandi.
Listann yfir Bestu litlu og meðalstóru vinnustaðina í Evrópu 2024 er að finna hér.
Great Place To Work er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Síðan 1992 hefur hún gert kannanir hjá meira en 100 milljónum starfsfólks um heim allan og notað þá innsýn til að skilgreina hvað gerir vinnustað frábæran: traust. Great Place To Work hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að vega og meta sína menningu og skila betri árangri í rekstri með því að skapa upplifun fyrir allt starfsfólk sem byggir á trúnaðartrausti. Viðmiðunargögn sem eiga sér ekki hliðstæðu eru notuð til að votta Great Place To Work fyrirtæki og Bestu vinnustaðina í meira en 60 löndum, þar á meðal Fortune-listana, World’s Best Workplaces.