Heiðrún skrifar athyglisverða grein á vef Vísis sem ber yfirskriftina Ný tegund svika, en þar bendir hún á að glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verði sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildi það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin.
Um þessa nýju tegund svika segir Heiðrún:
„Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik.“
Heiðrún segir algengt að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem er hringt í eigi eignir í rafmynt. Er fólki þá boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt.
„Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur,“ segir Heiðrún.
Hún segir einnig í grein sinni að fólk hafi verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komist svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort.
„Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið,“ segir Heiðrún sem hvetur fólk til að passa á sig á þessu og beinir svo nokkrum varnaðarorðum til lesenda sem eiga vel við nú sem endranær: