fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2024 15:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að pólsk kona verði framseld til Póllands þar sem hún á að afplána tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik.

Brotin voru framin árið 2014 en konan var ekki viðstödd réttarhöld í málinu né dómsuppkvaðningu. Ákvörðunin er tekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem var gefin út í júní árið 2023. Ákvað ríkissaksóknari að fallast á beiðni pólskra yfirvalda um framsal konunnar.

Konan sagði fyrir dómi hér á landi að hún hefði ekki haft vitneskju um að hún ætti að afplána dóm í Póllandi. Hún er gift pólskum manni hér á landi og eiga þau þrjú börn, þar af tvo drengi undir lögaldri. Vegna heilsuleysis mannsins segist konan vera eina fyrirvinna þessarar sex manna fjölskyldu en hún hefur búið á Íslandi síðan sumarið 2018 og eignaðist hún eitt barna sinna hér.

Það er mat íslensku dómstólanna að þær röksemdir konunnar um að hún hafi ekki vitað um dóminn og að hún ætti að afplána hann í Póllandi standist ekki.

Fjársvikabrotin sem hún framdi eru alls níu talsins. Öll brotin eru sögð hafa falið í sér fjársvik með því að bjóða til kaups vörur á internetinu sem síðar voru hvorki afhentar né kaupverð endurgreitt, nema eitt brotanna laut að því að röng vara hefði verið afhent. Þá segir í handtökuskipuninni að eitt brotanna hafi konan framið í samverknaði með eiginmanni sínum.

Konan tefldi einnig fram þeim rökum að brot hennar, sem voru framin fyrir áratug, teldust fyrnd að íslenskum lögum, en dómstólarnir tóku ekki undir það.

Var talið að skilyrði laga um form og innihald handtökuskipunar væru  uppfyllt og ekkert standi í vegi fyrir að verða við beiðni um afhendingu konunnar til Póllands.

Úrskurði málsins má lesa hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp