fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Tíðindi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup: Metfylgi Miðflokksins og hrun Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2024 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin mælist enn sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkur landsins og er fylgi hans 26,2% samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi.

Miðflokkurinn er á miklu flugi þessa dagana og mælist fylgi flokksins nú 18,7%. Í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup mældist fylgi Miðflokksins 16% en ef úrslit kosninga yrðu á þennan veg gætu Samfylkingin og Miðflokkur myndað tveggja flokka stjórn.

Fylgi Miðflokksins hefur aldrei mælst meira en núna og til marks um þann uppgang sem hefur verið á fylgi hans undanfarin misseri má geta þess að hann mældist með rétt rúmlega 5% fylgi í ársbyrjun 2023.

Í frétt RÚV kom fram að Samfylkingin fengi nítján þingmenn en Miðflokkurinn þrettán og samanlagt 32 þingsæti. Það myndi duga til að mynda ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn á í vök að verjast og mælist fylgi hans nú 14,2%. Fengi flokkurinn aðeins níu þingsæti og myndi tapa sjö sætum frá síðustu kosningum.

Vinstri græn halda áfram að mælast utan þings og er fylgi flokksins nú 4,4%. Flokkurinn bætir örlítið við sig frá síðustu könnun en ekki nógu mikið til að koma manni á þing miðað við þessa nýju könnun. Framsóknarflokkur mælist með 6,3% fylgi.

Viðreisn er fjórði stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi og mælist fylgi hans nú 10,3%. Myndi það duga til að fá sex þingmenn kjörna. Píratar mælast með 7,6% fylgi, Flokkur fólksins 7,5% og Sósíalistar 5,2% sem myndi duga til að koma þremur þingmönnum að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Í gær

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Í gær

Erlendum sjómanni bjargað úr sjálfheldu úr hlíðum Hólmatinds

Erlendum sjómanni bjargað úr sjálfheldu úr hlíðum Hólmatinds
Fréttir
Í gær

Þetta telur réttarmeinafræðingur að sé skýringin á dularfullum andlátum Gene Hackman og Betsy Arakawa

Þetta telur réttarmeinafræðingur að sé skýringin á dularfullum andlátum Gene Hackman og Betsy Arakawa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“