Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósent. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9%.
Í tilkynningu frá peningastefnunefnd bankans er bent á að verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,4% í september. „Þótt ákveðnir einskiptisliðir vegi þungt hefur dregið úr umfangi og tíðni verðhækkana. Undirliggjandi verðbólga hefur jafnframt minnkað og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað,“ segir í tilkynningunni.
Ennfremur segir:
„Áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá eru vísbendingar um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hefur aukist.
Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.
Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“
Vextir verða sem hér segir: