fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Erna verulega ósátt og spyr hvort lágkúrunni séu engin takmörk sett

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2024 11:30

Erna Bjarnadóttir er fyrsti varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi en starfar dags daglega hjá Mjólkursamsölunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Bjarnadóttir fyrsti varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi er verulega ósátt við fréttaflutning Vísis af fjallgöngu sem farið var í á báða toppa Tindfjalla á Suðurlandi. Segir Erna um lágkúrulegan fréttaflutning að ræða og virðist raunar ekki bara ósátt við Vísi heldur alla fjölmiðla:

„Ég bara spyr er lágkúru fjölmiðla engin takmörk sett eftir allt sem á undan er gengið. Hið minnsta smellubeita úr minnstu hillu,“ segir Erna í færslu á samfélagsmiðlum.

Það sem Erna er væntanlega ósáttust við er fyrirsögn fréttarinnar sem er:

„Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins.“

Fréttin fjallar þó alls ekki um það sem kannski einhverjum kynni að detta í hug þegar fyrirsögnin er lesin. Umfjöllunarefnið er fjallganga sem farið var í vegna sjónvarpsþáttarins Okkar eigið Ísland sem sýndur er á Stöð 2.

Í fréttinni kemur fram að toppar Tindfjalla séu kenndir við hjónin Ými og Ýmu en fyrrnefndi toppurinn sé tveim metrum hærri. Haft er eftirfarandi eftir Garpi Elísabetarsyni umsjónarmanni þáttarins um hjónin:

„Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.““

Þess má geta að lokum að Erna er enn varaþingmaður þótt eini þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Birgir Þórarinsson hafi fært sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu alþingiskosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis