fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt atvik í miðborginni – „For Putin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2024 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir óhugnanlega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 1. október 2022.

Forsaga málsins er sú að tveir menn voru á leið heim til sín úr miðborginni þegar þeir mættu ókunnugum manni á svæði á milli Hverfisgötu og Laugavegar. Maðurinn sem þeir mættu var einn á ferð og veittu þeir honum ekki sérstaka athygli, ekki fyrr en maðurinn var kominn upp við hlið þeirra en þá gaf hann öðrum þeirra þungt högg með olnboganum í andlitið.

Afleiðingar árásarinnar voru þær að fórnarlambið hlaut nefbrot og blæddi töluvert úr nefinu eftir höggið. Engin orðaskipti eða önnur samskipti höfðu átt sér stað á undan og var árásin með öllu tilefnislaus. Þegar lögreglumenn komu á staðinn sögðu mennirnir tveir sem mættu árásarmanninum að hann hefði viðhaft ummælin „For Putin“ þegar þeir spurðu hann um ástæður árásarinnar, að því er virtist í reiði út af ástandinu í Úkraínu.

Í framburðarskýrslu hjá lögreglu eftir vistun í fangaklefa bar árásarmaðurinn af sér allar sakir og kannaðist ekki við atvik málsins. Fyrir dómi sagðist hann hins vegar hafa verið undir miklum áhrifum áfengis eftir að hafa verið á tveimur nánar tilgreindum skemmtistöðum í miðborginni.

Hann hefði verið á gangi á Hverfisgötu og haldið öðrum handleggnum í uppréttri stöðu vegna mögulegrar merkjagjafar í tengslum við það að hann var að leita sér að leigubíl. Hann hefði verið valtur á fótum, ruglaður og ölvaður og rekist utan í gangandi vegfaranda sem varð á vegi hans.

Kvaðst hann síðan hafa haldið för sinni áfram og nokkru síðar hefði honum verið hrint á jörðina og verið haldið niðri. Þá hefði hann stuttu síðar verið handtekinn af lögreglu. Þá kvaðst hann ekki kannast við fyrrgreind ummæli um Pútín. Neitaði maðurinn sök og taldi að mögulega hefði verið um að ræða óhappatilvik.

Dómari taldi framburð árásarmannsins ósannfærandi en á sama tíma taldi hann að mennirnir sem hann mætti hefðu einlægir og trúverðugir í málflutningi sínum. Var framburður þeirra látin ráða úrslitum í málinu.

Auk þess að sæta tveggja mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 400 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 700 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“