fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Banaslysið á Sæbraut: Sakar Sjálfstæðismenn um tvískinnung og segir þá hluta af vandanum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður um öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut hafa verið miklar síðustu ár og varð sú umræða enn háværari síðustu daga eftir banaslys aðfararnótt sunnudags. Kona á fertugsaldri lést þegar fólksbíl var ekið á hana þegar hún var á leið yfir Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar.

Í morgun fjallaði Morgunblaðið um að Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði lagt fram tillögu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra þar sem meðal annars var lagt til að öryggi gangandi vegfarenda yfir Sæbraut yrði aukið. Tillagan var hins vegar felld.

Sjá einnig: Banaslysið á Sæbraut:Kjartan vildi auka öryggi gangandi vegfarenda en tillagan var felld

Í bókun sem Sjálfstæðismenn lögðu þá fram sögðu þeir ófremd­ar­ástand ríkja á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar. Gatnamótin önnuðu  eng­an veg­inn mik­illi um­ferð frá at­vinnu­hverf­inu sunn­an Sæ­braut­ar né ört vax­andi íbúðabyggð þar.

Sakar Kjartan um tvískinnung

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, er allt annað en sátt við þessa umfjöllun og segist ekki geta orða bundist „þegar ég sé fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á þessum gatnamótum slá sér á brjóst í málinu.“

Segir hún að um tvískinnung sé að ræða. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar kemur að umferðaröryggi við þessi gatnamót ekki verið hluti af lausninni heldur vandanum,“ segir Dóra Björt.

„Í fyrra samþykktum við að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi við þessi gatnamót við Sæbraut og Kleppsmýrarveg þar sem slysið varð með nokkrum aðgerðum,“

segir Dóra Björt í færslu á Facebook og birtir mynd með af þeim úrbótum.

„Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“

Með færslunni birtir Dóra Björt tillögu Sjálfstæðisflokksins og umsögn ásamt minnisblaði um framkvæmdina. Auk hlekks á fundargerð þar sem upprunaleg tillaga um umferðaröryggisúrbætur fyrir gangandi er samþykkt með hjásetu Sjálfstæðisflokksins.

Tillaga lögð fram um neyðaraðgerðir við gatnamótin

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að Marta Guðjóns­dótt­ir og Björn Gísla­son, borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, myndu leggja fram til­lögu á fundi borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag um að ráðist verði í neyðaraðgerðir til að bæta um­ferðarör­yggi við gatna­mót Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar. Í til­lög­unni er lagt til að sér­stakri snjall­gang­braut verði komið fyr­ir á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar. Virk­ar snjall­gang­braut­in þannig að hún skynj­ar þegar gang­andi veg­far­end­ur nálg­ast gang­braut­ina og kvikn­ar þá LED-göngu­lýs­ing sem lýs­ir upp gang­braut­ina og veg­far­end­ur á meðan gengið er yfir göt­una. Fundargerðin er ekki komin inn á vef Reykjavíkurborgar þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“