fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Staðan orðin svipuð og þegar síðast gaus – Þeir sem dvelja í Grindavík gætu þurft að yfirgefa bæinn mjög hratt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 12:21

Frá gosinu í desember síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkanreikningar benda til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur í kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðið svipað og þegar eldgos hófst þann 18. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálftavirkni á svæðinu er svipuð og síðustu daga, hún er frekar lítil og að mestu bundin við svæðið á milli Hagafells og Stóra Skógfells þar sem miðja kvikugangsins er staðsett. Nokkur skjálftavirkni er í Fagradalsfjalli og hefur hún verið viðvarandi frá 18. desember.

„Landris mælist enn á svæðinu í Svartsengi sem hefur á heildina litið verið nokkuð stöðugt frá gosinu 18. desember, sbr. rauðu punktana á meðfylgjandi mynd, sem sýnir mælingu GPS stöðvarinnar SENG í Svartsengi. Land hefur risið u.þ.b. 5 mm á dag undanfarið og er hæð nú um 5 cm hærra en mældist fyrir kvikuhlaupin 10. nóvember og 18. desember síðastliðinn,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að líkanreikningar sem byggjast á aflögunarmælingum (GPS og gervihnattamyndum) bendi til þess að rúmmál þeirrar kviku sem hefur safnast í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi síðan 18. desember er nú orðið svipað og það magn sem hljóp þaðan og myndaði kvikuganginn sem gaus úr 18. desember síðastliðinn. Þetta þýðir að það er aukin hætta á kvikuhlaupi næstu daga.

Veðurstofan gaf út uppfært hættumatskort 5. janúar síðastliðinn og verður það endurmetið 12. janúar næstkomandi.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Vísi að þeir sem kjósa að dvelja í Grindavík þurfi að vera búnir undir það að yfirgefa bæinn mjög hratt. Ef kemur til edlgoss í Svartsengi og Sunhnúkum sé ekki hægt að útiloka að hraun renni í átt til Grindavíkur og sprungur opnist jafnvel innan bæjarmarkanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð