fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Segir að ekki verði við unað að fangar séu vistaðir á lögreglustöðinni í Keflavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 20:00

Mynd: Facebook-síða Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál sendi síðdegis í dag fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja  um hvort það hafi veitt Lögreglunni á Suðurnesjum leyfi til að vista „frelsissvipta einstaklinga“ í fangaklefum á lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík. Guðmundur segir að Afstöðu hafi borist ábendingar um að fangar séu vistaðir á lögreglustöðinni. Sé svo verði ekki við það unað þar sem lögreglustöðin hafi verið úrskurðuð ónothæf vegna raka og myglu. Þegar greint var frá því í október síðastliðnum hvert ásigkomulag lögreglustöðvarinnar væri lá þó strax fyrir að fangaklefarnir yrðu nýttir áfram.

Þegar tilkynnt var í október síðastliðnum að færa þyrfti megnið af starfsemi stöðvarinnar í húsnæði lögreglunnar við Brekkustíg í Njarðvík ræddu Víkurfréttir við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Þá sagði Úlfar að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði gert úttekt á lögreglustöðinni og niðurstaðan væri að raki væri í öllum gólfum og veggjum og sýni sem tekin voru hafi sýnt fram á myglu. Það væri því ekki annað að gera en að huga að öryggi starfsmanna embættisins. Hluti þeirra sem höfðu verið með sína vinnuaðstöðu í húsnæðinu hafi kvartað undan óþægindum.

Úlfar sagðist vera sannfærður um að lögreglustöðin hefði verið í slæmu ásigkomulagi mjög lengi og þar hafi væntanlega lélegt viðhald mest að segja og ekki hafi verið brugðist við því þegar þess hafi verið þörf.

Þess má geta að Úlfar tók við starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum í nóvember 2020.

Hann sagði við Víkurfréttir að á stöðinni hefði verið sinnt almennri löggæslu og þar væru vistaðir fangar ekki síst þeir sem handteknir hefðu verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gæsluvarðhaldsfangar byrjuðu oft vist sína á lögreglustöðinni.

Hafa ber í huga að dvöl fanga á lögreglustöðinni hefur alltaf verið hugsuð til skamms tíma. Séu fangar í einhvern tíma í fangelsi eru þeir fluttir annað.

Fyrir lá frá upphafi að fangaklefarnir yrðu nýttir áfram

Úlfar sagði við Víkurfréttir að lögreglustöðinni yrði lokað fyrir gestum og gangandi sem væri vísað á húsnæðið við Brekkustíg. Lögreglustöðin við Hringbraut yrði þó nýtt áfram og þá einkum fangaklefarnir. Úlfar sagði að í úttekt Framkvæmdasýslunnar væri svæðið sem þeir væru á að koma best út:

„Þeir finna ekki myglu þar en það breytir því ekki að það þarf að tryggja loftgæði á jarðhæð hússins.“ 

Fangaklefarnir eru einmitt staðsettir á jarðhæðinni. Í viðtalinu við Víkurfréttir sagði Úlfar að ráðast yrði í framkvæmdir til að hægt væri að nota þá áfram.

Í samtali við Vísi, fyrr í dag, segir Úlfar að gangurinn með fangaklefunum hafi verið einangraður frá öðrum hlutum hússins og það sama eigi við um aðstöðu lögreglumanna sem vakta fangana.

Ljóst virðist að nauðsynlegt sé að byggja nýja lögreglustöð fyrir Lögregluna á Suðurnesjum. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í þeim efnum af stjórnvöldum.

Úlfar tjáði Vísi að hægt gengi að koma upp bráðabirgðaraðstöðu fyrir útkallslið lögreglunnar á lóðinni við Hringbraut. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitti samþykki fyrir því 1. desember síðastliðinn að slíkri aðstöðu yrði komið upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri