fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sigursteinn kemur Svandísi til varnar – Hvar er dýravelferðarfólkið núna?

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. janúar 2024 17:30

Sigursteinn segir Umboðsmann hafa ákveðið að láta úrelt lög trompa nýrri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, dagskrárgerðarmaður og fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi, kemur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, til varnar í grein sem birt var hjá Vísi í dag. Yfirskrift greinarinnar er „Hvenær brýtur maður lög?“ og er vísun í álit Umboðsmanns Alþingis þess efnis að Svandís hefði ekki farið að lögum varðandi stöðvun hvalveiða í sumar.

„Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli,“ segir Sigursteinn. „Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera?“

Kristján hafi tafið ferlið

Segir Sigursteinn að Svandís hafi síðasta sumar staðið frammi fyrir tveimur kostum. Að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með eins dags fyrirvara eða gera bregðast ekki við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þar sem kom fram að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum.

„Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta,“ segir Sigursteinn. „Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans.“

Að sögn Sigursteins var um tímamóta ákvörðun í þágu dýravelferðar að ræða. Vissulega hafi hún verið tekin með stuttum fyrirvara en ástæðan fyrir því nefnist Kristján Loftsson. Kristján og fyrirtæki hans Hvalur hf. hafi olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar árið 2022 sem olli því að Fagráð fékk ekki málið til umfjöllunar fyrr en vorið 2023.

„Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við,“ segir Sigursteinn.

Sumarvinna fyrir námsmenn

Eftirlitsskýrslan hafi leitt í ljós að þriðjungur langreyða líði miklar og langvarandi kvalir. Niðurstaðan væri sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð hafi síðan kveðið enn sterkar að orði.

Sigursteinn spyr þá sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum hvað hún hefði átt að gera. Átti að láta atvinnuréttindi Hvals Hf., þar sem er að lang mestu um námsmenn í sumarvinnu, framar dýravelferð? Eða átti að gera þá kröfu að fyrirtækið sýndi fram á betrumbætur svo hægt væri að koma í veg fyrir ítrekað dýraníð?

„Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga,“ segir Sigursteinn.

Lögin úrelt

Að lokum veltir Sigursteinn fyrir sér afstöðu Umboðsmanns. Að hann hafi látið 75 ára úrelt lög um hvalveiðar trompa dýravelferðarlög frá árinu 2013. Ef það skorti skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins þá sé það áfellisdómur yfir löggjafanum, sem hafi í áratugi staðið vörð um þrönga og furðulega áráttu eins manns.

„Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið,“ segir Sigursteinn að lokum. „Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“